Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 9
sýnast alloft notuð, þegar teygt er á mörkum sakarreglunnar, ef tjón hefur hlotist af hættulegum tækjum eða efnum, þannig að ábyrgð er felld á menn í tilvikum, þar sem líklega hefði verið sýknað við aðrar (,,venjulegar“) aðstæður.3 Fyrir kemur, að orðið „skærpelse“ er notað um aukna ábyrgð, sem leiðir af venjulegri beitingu sakarreglunnar.4 Stundum eru þó orðin „streng“ og „skærpet" notuð að því er virðist sem samheiti.5 Flér má ennfremur minna á, að víðtækar bótareglur, þ.e. reglur, sem eru „strangari“ en almennar reglur um ábyrgð á sakargrundvelli, eru af ýmsum norrænum höfundum ýmist nefndar „strengere ansvarsregler“ (sænska: strikt ansvar6) eða „skærpede (norska: skjerpede7) ansvarsregler“. Þessi orð eru þó stundum notuð í rýmri merkingu, þannig að þau eiga ekki eingöngu við um reglur, sem eru víðtækari en sakarreglan heldur einnig ábyrgð á grundvelli sakarreglunnar, þegar henni er beitt frjálslega að því er varðar mat á sök eða sönnun.8 Notkun þeirra orða eða orðasambanda, er hér um ræðir, er því langt frá því að vera fast mótuð. Ástæða þessarar ósamkvæmni er sennilega m.a. sú, að mat lögfræðinga á kröfum, sem dómstólar gera í einstökum málum, er oft misjafnt. Sumir álíta t.d., að um venjulega beitingu sakarreglunnar og venjulegt sönnunarmat sé að ræða í dómum, sem aðrir telja dæmi um hið gagnstæða. Ýmsir telja jafnvel, að í einstökum dómum sé hlutlæg bótaábyrgð (bótaskylda án sakar) felld á menn án þess að um það sé getið berum orðum, en öðrum þykja sömu dómar vera dæmi um hertar aðgæslukröfur eða vægar sönnunarkröfur. í raun og veru sýnist ógerlegt að draga í öllum tilvikum glögga markalínu milli herts sakarmats eða óvenju vægra sönnunarkrafna annars vegar og hlutlægrar ábyrgðar hins vegar. 2. NOKKRIR DÓMAR Nú skal vikið að því, hvort finna má íslenska dóma, þar sem bótaskylda er reist á svipuðum rökum og þeim, sem koma fram í „Þyrilsdóminum“ og bera vitni um rýmkaða gáleysisreglu í þeirri merkingu, er Gizur Bergsteinsson virðist leggja í þau orð. I H 1956, 122 og H 1957, 577 voru útgerðarmenn dæmdir bótaskyldir vegna slysa, sem sjómenn urðu fyrir við vinnu sína um borð í togurum. Hér var bótaskylda reist á gáleysi samsíarfsmanna tjónþola, en jafnframt var, eins og í „Þyrilsdóminum", skírskotað til þess hversu starfið var hættulegt. Báðir síðar- greindir dómar varða slys í tengslum við hættuleg tæki og eru a.m.k. hvað það -'T.d. Vinding Kruse, bls. 98 og Trolle (1964), bls. 189, sjá og til athugunar Trolle (1969), bls. 23. JVinding Kruse, bls. 169-170. 5T.d. Norgaard og Vagner, bls. 90-92. ‘Hellner, bls. 67. 7L0drup, bls. 136. 'Jprgensen, bls. 111, Jprgensen og N0rgaard, bls. 89 og N0rgaard og Vagner, bls. 89 o. áfr. 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.