Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 6
einn umboðsmaður í hverju sveitarstjórnarumdæmi eða enginn. Hagsmunir íbúanna af að fá notið þjónustu umboðsmanna ríkisins er grundvallaratriði, en sjónarmið sveitarfélaganna eru aukaatriði í þessu sambandi. Fyrir þau skiptir mestu að geta sinnt eigin málum með sem minnstum afskiptum ríkisvaldsins. Stjórnsýsla ríkisins á ekki að vera á þeirra vegum. Þegar menn hafa náð áttum eftir aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds er brýnasta viðfangsefnið á þeim vettvangi að endurskipuleggja sýslur landsins, stækka þær að miklum mun, en það verður trauðla gert með öðrum hætti svo að vel fari en að aðeins einn sýslumaður verði í hverju héraði á Norðurlandi, en að sýslum verði fækkað í öðrum landshlutum; þannig vérði t.d. ekkifleiri en tveir sýslumenn á Austurlandi. Augljóslega er engin skynsemi í að ernn sýslumaður sitji á Isafirði og annar í Bolungarvík, einn á Keflavíkurflugvelli og annar í Keflavík. En þegar sýsluskrifstofurnar hafa verið færðar saman í hagkvæmar einingar verður að byggja upp nútímalegt og skynsamlegt umboðsmannakerfi innan sýslnanna og þar geta hreppstjórar gegnt undirstöðuhlutverki. Meginatriðið er að kerfið sé þjált, hagkvæmt og lagað að staðháttum og þjónustuþörfum almennings. Æskilegt er að umboðin séu falin heimamönnum eftir því sem við verður komið, m.a. með hliðsjón af menntunarkröfum. Ef til vill verður í einstöku tilvikum talin þörf á löglærðum fulltrúum eða mönnum með sambæri- lega menntun í stórum bæjum. Annars staðar gæti sá sem væri fyrir lögregluliði staðarins gegnt öðrum umboðsstörfum jafnframt. Mikilvægt er að eðlileg stjórnsýslutengsl séu jafnan milli lögreglumanna og umboðsmanns sýslumanns þannig að umboðsmaður sé að jafnaði næsti yfirmaður lögregluliðsins. Þar sem samgöngur eru auðveldar milli byggða mætti hafa einn hreppstjóra fyrir fleiri en eitt byggðarlag og eftir atvikum gæti starf unrboðsmanns í nokkuð fjölmennu en dreifbýlu umdæmi verið fullt starf fyrir mann sem hefði á hendi stjórn héraðslögreglu, lögskráningar, innheimtu, birtingar og fjölda annarra starfa. í þeim tilvikum þar sem sérstök umboðsmannakerfi eru starfrækt við hlið almenna umboðskerfisins gæti umboðsmaður sýslumanns í vissum tilvikum jafnframt haft með höndum aðra umboðssýslu, t.d. fyrir póstþjónustuna. Ekki ætti að vera skotaskuld að velja umboðsmönnum nafngiftir. Þeirra má leita í fortíðinni. Þannig mætti nefna þá sem hafa umboðið að hlutastarfi í dreifbýli hreppstjóra hér eftir sem hingað til, umboðsmenn í stórum umdæmum með umboðsstörf að aðalstarfi lögsagnara og umboðsmenn í þéttbýli fógeta eða bæjarfógeta, háskólamenntaða starfsmenn og umboðsmenn sýslumanns sýslu- fulltrúa o.s.frv. Á þessum síðustu tímum ætti mönnum að vera orðið ljóst að það er ekki vísasti vegurinn til að tryggja fagurt mannlíf og almenningi áhrif á meðferð almennra málefna að umturna fornum stofnunum að þarflausu. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.