Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 45
AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1992 Árið 1992, föstudaginn 30. október, kl. 18.00 var haldinn aðalfundur Lögfræðingafélags íslands í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku í Bankastræti. Dreift var á fundinum: skýrslu stjórnar, reikningum félagsins og reikningum Tímarits lögfræðinga. Formaður félagsins Garðar Gíslason hæstaréttardómari, setti fundinn, lýsti fyrirkomulagi hans og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kosinn Arnljótur Björnsson prófessor, en Ingvar J. Rögnvaldsson skrifstofustjóri fundarritari. Fundarstjóri gaf formanni orðið um skýrslu stjórnar. Formaður gerði grein fyrir hverjir hefðu setið í fráfarandi stjórn og lýsti störfum hennar. Fundahald hefði verið hefðbundið, en þó fitjað upp á nýbreytni, t.a.m. morgunverðarfundi með nýju sniði að frumkvæði Þórs Vilhjálmssonar. í maí var fjölskylduferð á Þingvöll og haldinn var opinn borgarafundur í júní. Fundarsókn var góð eða alls 621 fundarmaður. Aðrir þættir í starfsemi félagsins voru m.a. þátttaka í jólatrésskemmtun lögmannafélagsins. Formaður tæpti á þeirri hugmynd, að lögfræðingafélagið tæki einnig þátt í hinni árlegu skíðaferð dómarafélagsins og lögmannafélagsins. Á árinu var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir, cand. jur., sem formaður kynnti fyrir fundarmönnum og færði hinar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Ritstjórum Tímarits lögfræðinga voru færðar þakkir fyrir góða útkomu. Formaður gerði síðan grein fyrir ritstjóra, ritstjórn og framvindu Lögfræð- ingatalsins. Ekki hefði náðst að gefa ritið út fyrir jólin, en hvetja yrði menn til að standa betur að skilum, þannig að útgáfan tefðist ekki frekar. Varðandi úrsögn úr Bandalagi háskólamanna kom fram, að bein samskipti hafi náðst við lögfræðingafélögin á hinum Norðurlöndunum. Formaður hvatti því viðtakandi stjórn til þess að efla þessi tengsl. Að öðru leyti er vísað til skýrslu stjórnar í heild, en hún birtist í þessu hefti Tímarits lögfræðinga. Formaður þakkaði síðan fráfarandi stjórn fyrir gott samstarf sem og öðrum, er lagt höfðu á sig vinnu í þágu félagsins. Gjaldkeri félagsins Dögg Pálsdóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikn- ingum félagsins og rakti skilmerkilega lið fyrir lið. Rekstrarár félagsins var frá 26.10. 1991 til 30.09. 1992. Tekjur alls voru 1.771.826, gjöld 1.065.519 og hagnaður kr. 706.307. Uppgjörvegna málþingsinss.l. haust er þó ekki meðtalið. Eigið fé í lok tímabilsins var kr. 4.052.532. Framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Ásdís Rafnar gerði síðan grein fyrir reikningum þess, en reikningsárið var almanaksárið 1991. Tekjur alls voru kr. 3.299.730, en gjöld samtals kr. 1.665.943 og hagnaður kr. 1.633.787. Samtals var eigið fé kr. 4.486.508, en verulegur hluti eigna er þó talinn í óinnheimtum 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.