Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 40
5. Laugardagsmorguninn 21. marz var sú nýbreytni upp tekin að hafa morgunverðarfund eða Orðræður yfir morgunkaffi. Þar flutti Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari inngangsorð um efnið „Geta dómarar svarað opinberri gagnrýni?“ Fundargestir voru 37. 6. Hinn 30. maí var skundað á Þingvöll. Þar leiddi Sigurður Líndal prófessor félagsmenn og fjölskyldur þeirra um vellina og flutti erindi um þingstað- inn. Þátttakendur voru 35. 7. Opinn borgarafundur var haldinn 20. júní í samvinnu við Ríkisútvarpið Rás 1. Þar fluttu Davíð Þór Björgvinsson dósent og Guðmundur Alfreðs- son lögfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum framsögu um efnið „Þarf að breyta stjórnarskránni vegna EES-samningsins?“ Þátttakendur í hringborði voru auk frummælenda þau Lilja Ólafsdóttir sendiráðunautur, Ragnar Aðalsteinsson hrl., Stefán G. Þórisson cand. jur. og Eiríkur Tómasson hrl., sem stjórnaði umræðunum. Fundargestir voru 95. Almennir fundir voru haldnir í Lögbergi að venju. Morgunverðarfundurinn var haldinn í fundarsal á efstu hæð að Holiday Inn, en kvöldverðarfundurinn var haldinn í Hvammi þessa sama hótels. Opni borgarafundurinn, sem var útvarpað beint til hlustenda ríkisútvarpsins, var haldinn í Súlnasal Hótel Sögu. Enn var nýr fundarstaður við hæfi, Lögberg á Þingvöllum, þar sem Sigurður flutti erindi sitt. 8. Málþing félagsins var að þessu sinni haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 10. október 1992, og stóð frá kl. 10.00 til 17.30, er léttar veitingar tóku við. Efni þingsins var „Samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði“ og var dr. Gunnar G. Schram prófessor fundarstjóri. Fyrir hádegi fluttu framsögu Gunnar Snorri Gunnarsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Pétur G. Thorsteinsson sendifulltrúi, Lilja Ólafsdóttir sendiráðunautur og Kristinn Árnason sendiráðunautur. Eftir hádegisverð hófst vinna í hópum. Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri stjórnaði einum og þar fluttu erindi auk hans þeir Tryggvi Gunnarsson hrl., Bendedikt Guðbjartsson forstöðumaður lög- fræðideildar Landsbanka íslands, Jóhann Albertsson deildarstjóri í Bankaeftir- liti og Sigmar Ármannsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. tryggingafélaga. Öðrum hópi stjórnaði Stefán Már Stefánsson prófessor og töluðu þar auk hans þau Brynja Hafsteinsdóttir lögfræðingur hjá Verðlagsstofnun, Stefán G. Þóris- son hdl. og Páll Ásgrímsson lögfræðingur í viðskiptaráðuneyti. Hinum þriðja hópi stjórnaði Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.