Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 12
Hér eru gerðar ríkar kröfur um eftirlit og öryggisbúnað af hálfu vinnuveitanda, eins og oft gerist í málum um vinnuslys. H1967, 1163. Dyrapallur við veitingastað var talinn vanbúinn Kvöld eitt hugðist Ö fara inn í veitingahús. Ö var ölvaður og synjaði dyravörðurinn M honum inngöngu. Ö ýtti á M með öxlinni og ætlaði að ryðjast inn. Þá ýtti M honum frá dyrunum með þeim afleiðingum, að Ö féll aftur fyrir sig af palli, sem var fyrir framan útidyrnar, og niður tvö þrep þar fyrir neðan. Slasaðist Ö við þetta. Héraðsdómur, sem auk löglærðs dómara var skipaður tveimur sérfróðum samdómendum, taldi með hliðsjón af þeirri starfsemi, sem fram fórí húsinu, dyrapallinn „óeðlilega mjóan, þannig að slysahætta geti stafað af“. Þá taldi dómurinn, að ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að hækka stéttina fyrir framan húsið, svo að þrepin væru óþörf. Hæstiréttur lagði til grundvallar þetta álit héraðsdóms og svo þá niðurstöðu dómsins, að greindur vanbún- aður dyrapallsins hefði verið samvaldur að slysinu. Hins vegar var talið, að meginorsök slyssins hafi, auk óhappatilviljunar, verið ölvun Ö og háttsemi hans að öðru leyti. Var eigandi veitingastaðarins dæmdur til að bæta Ö tjónið að 1/4 hluta. Einn dómari tók ekki afstöðu til álitamálsins um vanbúnað, en taldi rétt að fella ábyrgð á veitingastaðinn á grundvelli sakar M. í sératkvæði annars dómara segir, að dyrapallurinn sé 117 cm á lengd frá steinvegg að pallbrún. Upp á pallinn séu aðeins tvö þrep, hvort um sig 18 cm á hæð. Akvæði byggingarsamþykktar Reykjavíkur frá 1954, sem í gildi var, er atvik málsins gerðust, eigi ekki við um dyrapall þennan. Breidd hans hafi verið meiri en nauðsynlegt var samkvæmt byggingarsamþykkt, er gilti um dyrapalla á útitröppum, þegar dómur var kveðinn upp. Einnig segir í sératkvæðinu, að eigi hafi verið leitt í ljós, að frágangur dyrapalls eða trappa hafi verið óvenjulegur eða annars svo varhugaverð- ur, að skaðabótaskyldu geti varðað fyrir veitingahúsið. Taldi þessi dómari rétt að sýkna. Eðlilegt er að krefjast þess, að þeir, sem reka veitingahús fyrir almenning, sjái um að tröppur, stigar o.s.frv. sé gert þannig úr garði, að slysahætta sé sem minnst. Hins vegar má spyrja hvaða rök séu til þess að gera svo ríkar kröfur um umbúnað og hér eru gerðar. Hér er ekki um að ræða neina sérstaka hættu eða hættuleg tæki. Jafnvel þeir dómarar Hæstaréttar, sem dæma áfall, virðast telja að umbúnaður pallsins eigi óverulegan þátt í slysinu. H1972, 798. Vinnupallur ekki fullfrágenginn Hús var í smíðum fyrir þvottahúsið E. Tók trésmíðameistarinn K að sér smíði hússins. S, sem var lærður járnsmiður, hafði umsjón með verkinu fyrir E. Auk umsjónarstarfa greip S inn í ýmis önnur störf, svo sem handlöngun fyrir múrara, niðurrif steypumóta og hreinsun mótatimburs. Starfsmenn K reistu vinnupall við húsið og var hluti hans ekki að fullu frágenginn. Eitt sinn, er múrarar voru komnir til starfa við húsið, hófst S handa um að ganga frá vinnupallinum, enda voru þá engir menn á vegum K á staðnum. S féll af pallinum og slasaðist. Lagt var til grundvallar, að slysið hefði orðið við það að þverband á pallinum, er S steig á, hafi sporðreist. K var talinn bera ábyrgð á hinum ótrausta vinnupalli. Hins vegar var talið óvarlegt af S að grípa inn í verk, sem var á starfssviði K. Jafnframt var litið til þess, að S hafði unnið óslitið við húsið nokkurn tíma og hann átti að hafa umsjón með verkinu af hálfu E. Var K dæmt að greiða tjón S að hálfu. Einn dómari taldi rétt að sýkna. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.