Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 16
Loðnuflotinn
Endurbættur og ellihrumur
íslenski loðnuflotinn telur nú 39 skip
og hefur fækkað í flotanum um 5 skip á
síðustu þremur árum. Meðalaldur flot-
ans er mjög hár eða 27 ár. Það mun vera
um 10 árum hærri meðalaldur en í
togaraflotanum.
Aðeins tvö nótaskip, Helga II RE og
Hákon ÞH, eru smíðuð eftir 1980, flest
skipanna eða 23 talsins eru frá áratugn-
um 1960-1970 þegar síldveiðar stóbu
með hvab mestum blóma. í lok þess ára-
tugar ríkti bjartsýni um áframhaldandi
síldveiðar og þá létu margir smíða stór
og glæsileg skip á þeirra tíma mæli-
kvarða. Flest skipin voru smíðuð sem al-
hliða fiskiskip en ekki sérstaklega til
loðnuveiöa. Þessi floti, lengdur, yfir-
byggður og breyttur er uppistaðan í
loðnuflotanum íslenska nú, en af þess-
um 39 skipum eru aðeins sjö nýjustu
skipin óbreytt.
I elsta hópnum eru svo fimm fljót-
andi minnisvarðar um horfna tíma í
togaraútgerð, fimm síðutogarar sem eiga
það sameiginlegt að vera meðal
burðamestu og öflugustu skipa loðnu-
flotans þó aldursforsetinn Júpíter sé
smíðaður 1957 og nálgist því óðfluga
fertugsaldurinn.
Útreiknað meðalskip í loðnuflotan-
um er smíðað í Noregi 1968, 467 brl. að
stærð. Það hefur trúlega verið lengt,
hækkað, yfirbyggt, sett í það bógskrúfa.
skrúfuhringur og skipt einu sinni um
aðalvél.
Reikna má með að aðalvélarbúnaður
allra skipanna utan þeirra nýjustu hafi
verið endurnýjaður, í sumum tilvikum
oftar en einu sinni, og meðalaldur vél-
búnaðar flotans mun vera um 14 ár.
Floti í afturför
í nýlegri umsögn tæknideildar Fiski-
félags íslands um ástand loðnuflotans
má lesa hvernig flotanum hefur í raun-
inni farið stöbugt aftur. Þar segir:
„Þegar kvóta var úthlutað fyrst á
loðnu árið 1980 töldust hefðbundin
ioðnuveiðiskip vera 52 en ef miðað er
við árslok 1994 telur þessi flokkur 38
skip. Burðargeta flotans árið 1980 var
37.000 tonn en í árslok 1994 31.100
tonn. Meðalaldur á þessu tímabili hefur
hækkað úr 12,5 árum í 25,8 ár og er þá
miðað við upphaflega smíðaár skips."
Fimm skip sem töldust til stórra nóta-
veiðiskipa og togveiðiskipa voru smíðuð
á árunum 1978 til 1981 og önnur fimm
árin 1987 til 1991. Um afdrif þessa flota
segir í skýrslu tæknideildar:
„Úr fyrrnefnda hópnum hafa tvö
verið seld úr landi með burðargetu sam-
tals 2.000 tonn og úr síðarnefnda hópn-
um hefur eitt verið selt úr landi og ann-
að verður brátt selt (samtals 2.000 tonna
burðargeta) Þá hefur eitt skipanna úr
síðarnefnda hópnum aldrei verið gert út
á loðnuveiðar og er sérútbúið til
rækjuveiða. Þá gildir það um þau tvö
skip sem seld hafa verið úr landi og
einnig það þriðja sem brátt hverfur að í
stað þeirra koma rækjufrystiskip. Þannig
má segja að helmingur af áðurnefndum
10 skipum (nýjustu skipin) með burðar-
getu um 5.000 tonn séu horfin úr rekstri
sem loðnuveiðiskip."
Lítið af botnfiski
í Kvótabókinni sést að þessi 39 skip
eiga samtals 6.490 tonn í botnlægum
tegundum, 40.426 tonn af síld, 12.181
tonn í úthafsrækju og 514 þúsund tonn
16 ÆGIR