Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 46

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 46
Samdrætti mætt með stórauknum innflutningi Meira en helmingur af öllum bolfiski sem unninn er í dönskum fiskvinnslufyrirtækjum er fluttur inn frá öðrum löndum Danskur sjávarútvegur hefur átt í erfiðleikum rétt eins og reyndin hefur verib í flestum löndum Evrópu. Samdráttur í veiðum hefur verið töluverður, einkum þó þegar litið er á bolfiskinn. Þannig var þorskafli danskra skipa árið 1994 ekki nema rúmlega fjórðungur þess afla sem danski flotinn dró á land tólf árum áður. Danskur fiskiðnaður hefur þó ekki dáið ráðalaus heldur gripið til þess að auka innflutning á ferskum óunnum fiski frá öðrum löndum. Hlutföllin sjást glöggt á því að í fyrra drógu danskir sjómenn rúmlega 1,7 milljónir tonna af fiski á land en sama ár lönduðu erlend fiskiskip 382 þúsund tonnum í Dan- mörku og innfluttur fiskur til vinnslu var tæplega 800 þúsund tonn. Þetta er ágætt dæmi um þann sveigjanleika sem Danir eru frægir fyrir en hann hefur fleytt þeim langt þrátt fyrir takmarkaðar auðlindir og enn minni orkulindir. Afli og verðmæti Ársafli danskra skipa hefur á undanförnum árum sveiflast á bilinu 1,5-2 milljónir tonna. Þar af er fiskur sem fer í bræðslu - iönaðarfiskur eða skítfiskur eins og danskir nefna hann - yfirgnæfandi hluti. Skipting aflans og verðmætis upp úr sjó árið 1994 kemur fram í meðfylgjandi töflu. Við þetta má bæta að árið 1994 lönd- uðu danskir sjómenn rúmlega 17 þús- und tonnum af fiski í erlendum höfn- Þröstur Haraldsson. um, þar af helmingnum í Noregi, og fengu fyrir aflann 1.200 milljónir króna. Þessar tölur segja okkur að þótt ársaflinn í tonnum sé nokkru meiri í Danmörku en hér á landi er aflaverð- mætið ekki nema 65% af verðmæti afla íslenskra skipa. Ástæðan er að sjálf- sögðu hátt hlutfall bræðslufisks. Samdrátturinn verður ljósari þegar litið er á þróun aflaverðmætisins. Á níunda áratugnum var verðmætið í dönskum krónum á bilinu 3,5-3,7 milljarðar, en var undir 3 milljörðum árin 1993-94. Sé tekið mið af verðbólgu hefði verðmætið þurft að vera 5,6 millj- arðar danskra króna til að jafnast á við það sem reyndin var í upphafi níunda áratugarins. 46 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.