Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 5
Blátún hf. er lítið fiskverkunarfyrir- tæki við Grandatröð í Hafnarfirði. Það er nú á fjórða starfsári og hefur því trú- lega þegar lifað af sviptivinda hinna fyrstu starfsára og er komið á nokkuð lygnan sjó. Lárus Björnsson á og rekur Blátún hf. ásamt fjölskyldu sinni. Hann útskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum 1976 og eins og margir aðrir vann hann um árabil fyrir aðra uns hann lét drauminn rætast og stofnaöi sitt eigið fyrirtæki. Ægir fór í heimsókn til Lárus- ar og fékk að skyggnast inn í veröld smáfyrirtækis í fiskiðnaði. Steinbíturinn er rándýr „Hérna vinna fimm til átta manns, fyrir utan mig og verkstjóra sem sér um vinnsluna, en það sveiflast svolítið til eftir árstímum. Við erum bara í fryst- ingu og höfum reynt að sérhæfa okkur í vinnslu á steinbít. Það er reyndar ekki alltaf sem það er hægt því framboð á steinbit er til dæmis lítið um þessar mundir og margir um hituna svo verðið er hátt," sagði Lárus í samtali við Ægi. Steinbíturinn er árstíðabundin skepna sem veiðist best á hefðbundinni steinbítsvertíð á timabilinu febrúar til og með maí og þekktustu veiðislóöir hans eru út af Vestfjörðum og hann þykir reyndar bestur til vinnslu fram eftir sumri. Utan hefðbundins veiðitíma veiðist hann helst sem meðafli í troll og dragnót. „Þegar ég fæ ekki nógu mikinn stein- bít eins og hefur verið undanfarið þá för- um við helst yfir í undirmálsþorsk og lýsu en við getum unnið nánast hvaða fisktegund sem er. Ástæðan fyrir því að við viljum smáþorsk og lýsu er sú að við erum meö vél sem flakar smáan fisk." Lýsan er utankvótafiskur, náskyld ýs- unni en að jafnaði smærri. Lýsuaflinn er varla til skiptanna en hann var aðeins 315 tonn árið 1994 skv. Útvegi Fiski- félags íslands. Lárus segir að henni sé ekki sýnd mikil virðing og nokkuð erfitt sé að koma henni í verð. Hún fæst þannig helst ekki seld gegnum Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sem annars selur stærstan hluta af framleiðslu Blátúns hf. „Lýsan er varla til á skrá hjá SH og lítið spurt um hana. Steinbíturinn selst vel hins vegar og fer ýmist á markað í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Hann er mismunandi mikið snyrt- ur fyrir hina ýmsu markaði. Bandaríkja- markaður vill fá hann roð- og beinlaus- an, nánast tilbúinn á pönnuna, en hann fer minna snyrtur á Frakkland og Þýskaland." Hvernig er verðið á steinbítnum? „Það hefur verið gott á Ameríku- markaði, sérstaklega í sumar og haust, en það hefur varla verið hægt að sinna honum vegna hráefnisskorts. Verðið er lægra á Evrópumarkaði. Staðreyndin er sú að síðustu vikur og mánuði hefur verbið á steinbítnum ver- ið svo hátt á fiskmörkuðum hér heima ab það hefur ekki verið stætt á því að vinna hann á Evrópumarkað. Hann kostar núna yfirleitt 90 til 120 krónur kílóið en lækkar aftur þegar meira fer að veiðast af honum. Hann fellur niður í 60 til 80 krónur kílóið í vetur. Ég kaupi helst ekki steinbítinn á svona háu verði heldur leita í aðrar teg- undir. Þetta er alfarið markaðslögmál og ég held ab þeir sem kaupa hann á þessu verði geti varla haft mikinn arð af vinnslunni." Fjarlægðin skiptir minna máli Nú er steinbítsveiði einkum stunduð á Vestfjörðum og hans helstu mið eru þar fyrir ströndum. Vœri betra fyrir þig að vera nœr veiðisvœðunum með þitt fyrir- tœki? „Þaö skiptir minna máli. Við erum stundum að kaupa steinbít frá Patreks- firði því fjarlægðirnar skipta ekki eins rniklu máli og áður. Menn versla hvar sem er og flytja fiskinn hvert sem er, þvers og kruss um landið. Það má segja að byggðasjónarmið komi þessu máli ekki við. Það eru engar hömlur á viðskiptum og eiga ekki að vera. Það sést best á því að það eru kom- in fram fyrirtæki sem sérhæfa sig í fisk- flutningum milli landshluta." Þarf að geta lifað af þessu Nú hefur þú rekið þetta fyrirtœki í ncestum fjögur ár og gengur þokkalega. Er tilvist ykkar trygg? „Já, ég vona það. Þetta skilar alltaf einhverjum hagnaði en aðalatriðið er að hafa vinnu við þetta og getað lifað af þessu og endurnýjað tæki og búnað. Mikiö meira fer ég ekki fram á." Er þetta heppileg stœrð af fyrirtœki eða vildir þú stœkka við þig? „Það eru margir kostir við þessa stærð. Ef þetta væri stærra þá færi yfir- byggingin strax að vaxa. Hér vinna allir öll störf, það er nauðsynlegt. Ég vinn i þessu sjálfur en annast auk þess öll inn- kaup á mörkuðunum, sæki umbúðir, skipa út, sendist í banka og sé um skrif- stofuhaldið. Þetta gengur best svona og það þýbir ekkert fyrir mig að vera í hvítri skyrtu með bindi um hálsinn í vinnunni. ÆGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.