Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 49

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 49
unnið úr danskri rauðsprettu, norsk- um laxi, Alaskaufsa, þorski og rækju. Nútímaleg verksmiöja Mér bauðst að skoða verksmiðjuna í Fredericia undir leiðsögn Lis Hansen sem hefur unnið í aldarfjórðung hjá fyrirtækinu. Hún sagðist hafa byrjað í snyrtingu og pökkun en nú er hún komin í gæðaeftirlitið. Verksmiðjan, sem er stærsta fisk- réttaverksmiðja Danmerkur, er afar nútímaleg enda hefur fyrirtækið fjár- fest í nýrri tækni fyrir um 700 milljónir íslenskra króna á sl. tveimur árum. Það er búið að útrýma handskurði á fiski með öllu og pökkunardeildin var endurnýjuö frá grunni. Lis sagöi að þessi tæknivæðing hefði að sjálfsögðu orðið til þess að starfs- fólki fækkaði. „Það blasti við okkur að ófaglærða fólkinu yrði fækkað úr 450 í 250. Við starfsfólkið samþykktum þetta með því skilyrði að þeir sem eftir yrðu fengju að sækja námskeið til að læra ný vinnubrögð. Eigendurnir féllust á það og nú starfa hér 250 ófaglærðir starfsmenn. Störfin eru að nokkru leyti erfiðari en áður en þó er það bót í máli að búið er að útrýma handskurði og öðrum kuldalegum og erfiðum störfum," segir Lis. Hún upplýsir mig einnig um það að meðallaun ófaglærða fólksins sé um 100 danskar krónur á tímann eða rúmlega 1100 íslenskrar krónur. Launakerfið er blanda af tímalaunum og bónus og eru um 75% launanna tímakaup en 25% bónus. Við gengum um sali verksmiðjunnar og ég dáðist að sjálfvirkninni. Á einum stað stóðu í röð fjórir 800 lítra pottar til að búa til sósur og skammt frá voru tröllvaxin ílát til að kurla niður ost. Þennan dag var verið að framleiða á einni línunni þorsk í steinseljusósu fyrir Bretlandsmarkað en á næstu línu var verið að búa til laxalasagna fyrir Þjóðverja. Ég fékk ekki séð annað en að mannshöndin væri alveg úr sögunni við þessa framleiðslu því fólkið sem þarna starfaði var fyrst og fremst til að liðka fyrir og fylgjast með því að færiböndin gengju eins og þeim var ætlað. Sönnun um sveigjanleika Fyrir mér var þessi heimsókn sönnun á því sem ég nefndi áðan: Danir búa yfir miklum sveigjanleika og útsjónarsemi sem hefur gert þeim kleift að halda sér í fremstu röð þjóða þrátt fyrir þá staðreynd að landið þeirra er ekki ríkt af auðlindum eða orku. Fyrst þeir geta ekki ausið af nægtar- brunni náttúrulegra auðlinda leggja þeir þeim mun meiri rækt við mannauðinn sem skiptir mestu máli þegar allt kemur til alls. Vel menntað og þjálfað starfsfólk er forsenda þess að Danir hafa getað mætt afla- samdrættinum með þeirri reisn sem sjá má. □ Jósafat skrifar æviminningar sínar á líflegan hátt í stuttum hnitmiðuðum köflum. Magnafsláttur til fyrirtækja, hafið samband og kynnið ykkur málið. skerpla Suðurlandsbraut 10, Reykjavík Sími 568 1225, bréfsími 568 1224 Úr sjó til sælkera í glæsilegum og vönduðum umbúóum frá Kassageró Reykjavíkur. Hjá Kassagerðinni hefur átt sér stað áratuga þróunarstarf við gerö margskonar fiskumbúða. Hönnun og önnur sérfræðiþjónusta á staðnum. Hafið samband og við leysum vanda- málin fljótt og vel. KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF VESTURGARÐAR 1 104 REYKJAVÍK SÍMI 55 38383 BRÉFASÍMI 55 38598 ÆGIR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.