Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 48

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 48
Lis Hansen leiðsagði greinarhöfund um sali Rahbekfisk og stendur hér við pökkunarlínuna en í Rahbekfisk hefur handskurður á fiski verið aflagður. Framleiðslulínan í gangi en þarna er verið að setja þorsk í steinseljusósu í bakka fyrir Bretlandsmarkað. Meira en helmingur fisks sem fer til manneldis er innfluttur. Bökkunum pakkað í stóra kassa. Nýlega fjárfesti fyrirtækið í nýrri tækni fyrir 700 miiljónir ísl. kr. og það var einkum í búnaði í pökkunarsal. norskum laxi en útflutningur Norð- manna á þeim eðla fiski hefur vaxið í stórum stökkum undanfarin ár. Mikilvægi innflutningsins sést á því að í fyrra flutti danskur fiskiðnaður inn fisk fyrir rúma sjö milljarða danskra króna en útflutningurinn var á sama tíma 15,6 milljarðar króna. Danir hafa notið þeirrar stöðu sinnar að vera innan Evrópusambandsins. Samningar við ríki utan sambandsins hafa yfirleitt verið á þeim nótunum að tollar hafa verið felldir niður af ferskum fiski og flökum en ekki af fiski sem meira er unninn. Nú eru hins vegar blikur á lofti í þeim efnum því Evrópska efnahagssvæðið og útvíkkun ESB hefur valdið því að fleiri ríki hafa smeygt sér undir tollmúrana. Heimsókn í Rahbekfisk a/s Ég heimsótti eitt af stærri fyrir- tækjum í dönskum fiskiðnaði en það heitir Rahbekfisk a/s og hefur höfuð- stöðvar í Fredericia á Austur-Jótlandi. Þetta fyrirtæki starfrækir þrjár vinnslu- stöðvar. í Hirtshals á Norður-Jótlandi er tekið á móti fiski sem berst þar á land og hann flakaður. Þaðan er flökunum ekið ýmist til Fredericia eða Kolding sem er skammt sunnar á Jótlandi til frekari vinnslu. Rahbekfisk a/s er 40 ára gamalt fyrir- tæki sem nú er að rnestu leyti í eigu Englendinga. Það byrjaði í hefðbund- inni flakafrystingu en er nú eingöngu í framleiðslu fullbúinna fiskrétta sem seldir eru í álbökkum beint í stórmark- aði. Alls vinna um 700 manns hjá fyrir- tækinu en það velti 630 milljónum danskra króna (rúmum sjö mill- jörðum íslenskra króna) í fyrra. 96% framleiðslunnar voru fiutt út og er England stærsti markaður fyrirtæk- isins. Þangað fer næstum helmingur framleiðslunnar, stór hluti undir merkjum verslanakeðja á borð við Marks & Spencer. Afgangurinn er seld- ur til Sviss og landa innan Evrópu- sambandsins. Hráefnið kemur hvað- anæva að úr heiminum, þar á meðal frá íslandi en Rahbekfisk a/s kaupir reglulega íslenska rækju. Mest er 48 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.