Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1995, Page 48

Ægir - 01.11.1995, Page 48
Lis Hansen leiðsagði greinarhöfund um sali Rahbekfisk og stendur hér við pökkunarlínuna en í Rahbekfisk hefur handskurður á fiski verið aflagður. Framleiðslulínan í gangi en þarna er verið að setja þorsk í steinseljusósu í bakka fyrir Bretlandsmarkað. Meira en helmingur fisks sem fer til manneldis er innfluttur. Bökkunum pakkað í stóra kassa. Nýlega fjárfesti fyrirtækið í nýrri tækni fyrir 700 miiljónir ísl. kr. og það var einkum í búnaði í pökkunarsal. norskum laxi en útflutningur Norð- manna á þeim eðla fiski hefur vaxið í stórum stökkum undanfarin ár. Mikilvægi innflutningsins sést á því að í fyrra flutti danskur fiskiðnaður inn fisk fyrir rúma sjö milljarða danskra króna en útflutningurinn var á sama tíma 15,6 milljarðar króna. Danir hafa notið þeirrar stöðu sinnar að vera innan Evrópusambandsins. Samningar við ríki utan sambandsins hafa yfirleitt verið á þeim nótunum að tollar hafa verið felldir niður af ferskum fiski og flökum en ekki af fiski sem meira er unninn. Nú eru hins vegar blikur á lofti í þeim efnum því Evrópska efnahagssvæðið og útvíkkun ESB hefur valdið því að fleiri ríki hafa smeygt sér undir tollmúrana. Heimsókn í Rahbekfisk a/s Ég heimsótti eitt af stærri fyrir- tækjum í dönskum fiskiðnaði en það heitir Rahbekfisk a/s og hefur höfuð- stöðvar í Fredericia á Austur-Jótlandi. Þetta fyrirtæki starfrækir þrjár vinnslu- stöðvar. í Hirtshals á Norður-Jótlandi er tekið á móti fiski sem berst þar á land og hann flakaður. Þaðan er flökunum ekið ýmist til Fredericia eða Kolding sem er skammt sunnar á Jótlandi til frekari vinnslu. Rahbekfisk a/s er 40 ára gamalt fyrir- tæki sem nú er að rnestu leyti í eigu Englendinga. Það byrjaði í hefðbund- inni flakafrystingu en er nú eingöngu í framleiðslu fullbúinna fiskrétta sem seldir eru í álbökkum beint í stórmark- aði. Alls vinna um 700 manns hjá fyrir- tækinu en það velti 630 milljónum danskra króna (rúmum sjö mill- jörðum íslenskra króna) í fyrra. 96% framleiðslunnar voru fiutt út og er England stærsti markaður fyrirtæk- isins. Þangað fer næstum helmingur framleiðslunnar, stór hluti undir merkjum verslanakeðja á borð við Marks & Spencer. Afgangurinn er seld- ur til Sviss og landa innan Evrópu- sambandsins. Hráefnið kemur hvað- anæva að úr heiminum, þar á meðal frá íslandi en Rahbekfisk a/s kaupir reglulega íslenska rækju. Mest er 48 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.