Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 32
Tæknideild Fiskifélags íslands. Þann 5. nóvember sl. kom skuttog- arinn Engey RE 1 (1360) lír breytingu frá Póllandi. Breytingarnar fóru fram hjá skipasmíðastöðinni Nauta í Gdynia, Póllandi, en hönnun þeirra annaðist Toni sf. Akureyri í samvinnu við Granda hf., tœknideild. Vinnslubúnaður á milli- þilfari var hannaður af Teiknistofu Karls G. Þórleifssonar á Akureyri. Meginbreytingar eru þœr að skipinu er breytt úr ísfisktogara í heilfrystitogara, togdekk hœkkað, bœtt við fiskilúgu, stœkkuð móttaka, settur nýr vindu- búnaður í skipið og breytingar gerðar í íbúðarými. Frystikerfið er með ammoni- ak sem kœlimiðil og er flokkað. Þetta er þriðja fiskiskiþið hérlendis með ammon- iak sem kœlimiðil. Skipið er í eigu Granda hf. í Reykja- vík. Skipstjóri er Guðmundur Björnsson og yfirvélstjóri er Sveinn Ásgeir Sigurðs- son. Framkvœmdastjóri útgerðar er Brynjólfur Bjarnason. Ferill skips Skipið, sem hefur frá upphafi borið sama nafn, er smíðað í Gdynia i Póllandi árið 1974 hjá Stocznia im Komuny Paryskiej, smíðanúmer (gerð) B 425/11/1, og er hið fyrsta í röö fimm systurskipa, sem þar voru smíðuð og öll bættust við flotann árið 1974. Hin fjögur eru: Hrönn RE 10 (1365), nú Viðey RE 6; Guðsteinn GK 140 (1369), nú Akureyrin EA 110; Ver AK 200 (1376), nú Víðir EA 910; og Baldur EA 124 (1383), nú Skutull ÍS 180. Engey RE var upphaflega í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf., en frá janúar 1991 er skipið í eigu Granda hf. í Reykjavík, er fyrrnefnda fyrirtækið sameinaðist Granda hf. Helstu breytingar sem áður hafa verib geröar á skipinu eru þær að árið 1982 var skipið lengt um 8.4 m og lest skipsins kassavædd og breytingar gerðar á fyrirkomulagi á togþilfari. Ljósmynd tekin 1974. 32 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.