Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Síða 32

Ægir - 01.11.1995, Síða 32
Tæknideild Fiskifélags íslands. Þann 5. nóvember sl. kom skuttog- arinn Engey RE 1 (1360) lír breytingu frá Póllandi. Breytingarnar fóru fram hjá skipasmíðastöðinni Nauta í Gdynia, Póllandi, en hönnun þeirra annaðist Toni sf. Akureyri í samvinnu við Granda hf., tœknideild. Vinnslubúnaður á milli- þilfari var hannaður af Teiknistofu Karls G. Þórleifssonar á Akureyri. Meginbreytingar eru þœr að skipinu er breytt úr ísfisktogara í heilfrystitogara, togdekk hœkkað, bœtt við fiskilúgu, stœkkuð móttaka, settur nýr vindu- búnaður í skipið og breytingar gerðar í íbúðarými. Frystikerfið er með ammoni- ak sem kœlimiðil og er flokkað. Þetta er þriðja fiskiskiþið hérlendis með ammon- iak sem kœlimiðil. Skipið er í eigu Granda hf. í Reykja- vík. Skipstjóri er Guðmundur Björnsson og yfirvélstjóri er Sveinn Ásgeir Sigurðs- son. Framkvœmdastjóri útgerðar er Brynjólfur Bjarnason. Ferill skips Skipið, sem hefur frá upphafi borið sama nafn, er smíðað í Gdynia i Póllandi árið 1974 hjá Stocznia im Komuny Paryskiej, smíðanúmer (gerð) B 425/11/1, og er hið fyrsta í röö fimm systurskipa, sem þar voru smíðuð og öll bættust við flotann árið 1974. Hin fjögur eru: Hrönn RE 10 (1365), nú Viðey RE 6; Guðsteinn GK 140 (1369), nú Akureyrin EA 110; Ver AK 200 (1376), nú Víðir EA 910; og Baldur EA 124 (1383), nú Skutull ÍS 180. Engey RE var upphaflega í eigu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf., en frá janúar 1991 er skipið í eigu Granda hf. í Reykjavík, er fyrrnefnda fyrirtækið sameinaðist Granda hf. Helstu breytingar sem áður hafa verib geröar á skipinu eru þær að árið 1982 var skipið lengt um 8.4 m og lest skipsins kassavædd og breytingar gerðar á fyrirkomulagi á togþilfari. Ljósmynd tekin 1974. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.