Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 50

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 50
& Jósafat Hinriksson sjómaóur, vélstjóri, atvinnurekandi og frumkvööull hefur ritaö æviminningar sínar, sem hann nefnir Ottalaus, og Skerpla gefur út. Bókin er 304 bls., prýdd fjölda mynda. Skyggnst er í þessa afar forvitnilegu sögu manns sem fékk meiri kraft og seiglu í vöggugjöf en flestum er gefinn. I smiðju föður míns Faðir Jósafats var sérstakur maður. Hann rak eldsmiðju á Norðfirði, var tm- rœkinn aðventisti, stundaði sjóböð og lyftingar og ói syni sína upp í ströngum aga. Strákarnir byrjuðu snemma að vinna í smiðjunni. Við bræðurnir vorum aldir upp í smiðjunni og snemma vorum við látnir vinna fullorðinna manna verk. Við smíöuðum sjálfir fiskistingi og fiski- gogga. Hvert stykki í tveimur eða þrem- ur hitunum í glóandi aflinum og þótti það góður árangur. Þannig verkefni leystum við þegar við vorum innan við fermingu og höfðum ánægju af. Að lóða saumana á reykrörum og lóða eða hnoða í potta og pönnur fyrir húsmæð- ur var algengt verk. í þá daga var ekki verið að henda slíkum matarílátum, Við Jens unnum mikið við að slá fram heitt járn úr eldinum. Það var stór hluti verkanna. Faðir okkar raöaði okk- ur bræðrunum upp þar sem honum þótti best og svo var byrjað. Ég var með minnstu sleggjuna, Jens með stærri og faðir okkar með þungan slaghamar og þarna slógum við feðgarnir í takt á heita járnið. Mér er sem ég sjái í dag þvílíka taktvinnu sem þetta var hjá okkur þremur. Það var ekkert verið að spyrja hvort við kynnum verkið. Ef um stór- smíði var að ræða þurfti að hita járnið í miklum eldi, glóandi járnið tekið úr eldinum, lagt á steðjann og slegið til af okkur þremur. Járnið var þannig slegið til og formað. Var þetta góð kennslu- stund og spennandi tími. Það voru líka margir karlar sem komu í smiðjuna til þess eins að horfa á okkur. Strax fyrir ferminguna mína hélt ég á og vann með sleggju. Hélt laust um sleggjuskaftið með hægri hendi, rétt við hausinn, og lét svo höndina renna laust upp eftir sleggjuskaftinu frá hausnum þegar höggið lenti á heita járninu. Það má ekki ýta sleggjuhausnum niður á Jósafat Hinriksson við teikniborðið i Iðnskólanum í Neskaupstað 1949. járnið sem verið er að hamra. Þarna lærði ég líka að skaftið á járnsmiðs- hamri á aö vera styttra en skaftið á hamri trésmiðs. Viö járnsmíði reiðir maður slaghamarinn eða sleggjuna og heldur fast utan um skaftið á meðan, en þegar hamarshausinn skal lenda á járn- inu slakar maður á. Það væri þreytandi fyrir hendur og handleggi að taka á sig þann titring sem ella yrði. Öðru máli gegnir í trésmíði. Smiðurinn er kannski að reka niður nagla og þá þarf hann að fylgja neglingunni vel eftir. í smiðjunni vann ég oft mikið þegar ég var ekki að vinna annars staðar. Eitt sinn á mjög fallegum sumardegi var ég í smiðjunni, líklega um 12 ára gamall, og haföi reyndar hugsað mér að fara út í náttúruna og leika mér. Ég spurði föður minn hvaða verkefni ég ætti að vinna, bora járn, snitta bolta og þar fram eftir götunum. Hann setti fyrir mig verkefni og þá spuröi ég: „Og hvað svo", og hann bætti þá ööru verkefni við og enn öðru. Að því loknu spurði ég: „Er það þá komið?" Hann svaraði játandi og var kíminn á svip. Ég setti kraft í mig, lauk þessum verk- efnum á góðum tíma. Svo læddist ég út úr smiðjunni án þess að ræða við föður minn eða kveðja. Kom mér út í sólina, fann leikfélaga mína og eyddi með þeim deginum. Þá höfðu jafnaldrar mínir engan starfa eða verk að vinna. Daginn eftir sagði faðir minn við mig: „Þú varst fljótur út úr smiðjunni í gær." „Já," sagöi ég, „en ég var búinn með verkefnin." Meiri krít! jósafat segir margar sögur afmönnum sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni. Margar þeirra fjalla um hrausta menn, aðrar um sjógarpa og sumar eru sagðar til skemmtunar. Það urðu til margar meinfyndnar sögur um Stefán Stefánsson, afa Kon- ráðs Óskars Sævaldssonar. Ein var þann- ig að skipstjóri og stýrimaður á Novu, sem var norskt flutninga- og farþega- skip, og Stefán höfðu setið saman í gleðskap. Annar Norðmaðurinn hafði sofnað en þegar hann vaknaði sagðist hann hafa dreymt merkilegan draum. Hann var svona: Þeir þrír voru allir sam- an á leiö til himna. Þeir komu að geysi- háum stiga sem lá upp í dýrðina. Þar var þeim afhent krít meö þeim orðum að hana eigi þeir að nota til að skrifa á tröppurnar syndir sínar og svo er þeim óskað góðrar ferðar. „Okkur gekk vel upp stigann, skipstjóranum og mér," sagði stýrimaðurinn. „En þegar við tveir vorum komnir langleiðina upp heyrð- um við mikil hróp neðst úr stiganum." Það var Stefán sem var að kalla: „Meiri krít, meiri krít." Syndirnar hjá vininum voru svo miklar að krítin var búin áöur en hann komst upp stigann. 50 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.