Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1995, Blaðsíða 26
á fund Svavars Armannssonar aðstob- arforstjóra Fiskveiðasjóbs og bað hann að lýsa helstu breytingum á starfsemi sjóðsins undanfarin áratug. „Við gerðum á síðasta áratug viða- miklar skuldbreytingar, fyrst 1984 þegar öllum lánum flotans var breytt og endurlánað þeim sem það vildu. Sams konar endurskipulagning fór fram gagnvart fiskvinnslunni 1987. Það er rétt að fram komi að síðast- liöin tíu ár, hvað sem lögin segja, hefur Fiskveiðasjóöur engin framlög fengið úr ríkissjóði og engar tekjur haft úr sjóðakerfinu. Lögbundið framlag til sjóösins úr ríkissjóði er jafnan fellt nibur. Frá 1986 hafa eng- in útflutningsgjöld verib en af þeim skyldi sjóðurinn hafa tekjur," sagði Svavar. „Síðan verða kaflaskipti 1986 þeg- ar Fiskveiðasjóbi er heimilað að taka erlend lán í eigin nafni sem ábur þurfti að gera gegnum Framkvæmda- sjóð. Við teljum þessa breytingu hafa verið mjög til hagsbóta fyrir sjóbinn. Árið 1992 var ennfremur gerð sú breyting ab fellt var niður ákvæði um aö ríkið bæri ábyrgð á innlendum skuldbindingum Fiskveiðasjóðs. Þannig nýtur sjóðurinn ekki ríkis- ábyrgðar af neinu tagi þó hann sé lögum samkvæmt sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Fiskveiðasjóður var lengi skattfrjáls en var sviptur því skattfrelsi 1992 og hefur síðan verið með hæstu skatt- greiðendum í landinu bæði í tekju- og eignarskatti. Þá var einnig fellt niður stimpilfrelsi sem gilt hafði um bréf útgefin til sjóbsins. Þannig er búið að ganga svo frá málum að sjóð- urinn hefur á engan hátt betri aö- stöðu en einkabankar í landinu. Hann verður að standa alfarið á eig- in fótum og hefur aðeins andlit sitt og ársreikninga til að treysta á. Þó er rétt að hafa í huga tvö atriöi sem vib enn njótum fram yfir aðrar lánastofnanir. Annað er lagaákvæði sem tryggir sjóðnum ávallt fyrsta veðrétt í fiskiskipum, hitt er lögboðin innheimta gegnum Stofnfjársjóö fiskiskipa." Markaðslögmálin ráða Svavar Ármannsson orðaði þetta svo í ávarpi til aðalfundar Landssam- bands íslenskra útvegsmanna 1994: „Hvað ræður lánskjörum fjármála- stofnana og sérstaklega Fiskveiða- sjóðs? Nú á dögum þykir flestum svar- ið líklega auðvelt, nefnilega: markað- urinn. Þab er vissulega rétt svo langt sem það nær. Allir sem koma nálægt rekstri vita að langvarandi taprekstur er dauðadómur. í ibjuveri eða skipi eru bundnir svo miklir fastafjármunir að tímabundinn taprekstur getur ver- ib réttlætanlegur. Slíkt á miklu síður vib um fjármálastofnanir og nánast alls ekki urn Fiskveiðasjóð. Þetta þýðir m.ö.o. það að verði Fiskveiðasjóður undir í samkeppninni og fái ekki þá vexti sem þarf til að skila góðri afkomu þá mun hann væntanlega rifa seglin um hríð og bíða færis." Hvaba áhrif hefur þetta haft á starf- semi sjóðsins? „Okkar skattlagning og sú stað- reynd að vib höfum ekkert skjól til ab skáka í hefur leitt til hærri útláns- vaxta. Það segir sig sjálft þar sem þab er eina tekjulind sjóðsins sem verður ab skila hagnaði á hverju ári. Hærri vextir hafa skert samkeppnisstöðu okkar. Eg tel reyndar að við séum mjög vel samkeppnishæfir. Eignir okkar eru afar vel tryggðar og afskriftaþörf okkar er því minni en hjá flestum ef ekki öllum öbrum lánastofnunum. Við töpuðum 600-700 milljónum á lánum til fiskeldis fyrir nokkrum árum en það hefur allt verib afskrif- að." Er stjórn Fiskveiðasjóðs pólitískt skipub eins og bankaráð ríkisbank- anna? „Nei. Nú er stjórn sjóbsins skipuð sjö mönnum, það eru þrír frá hags- 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Afgreidd lán til fyrirtækja í sjávarútvegi á verðlagi hvers árs (m.kr.). 26 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.