Ægir - 01.10.1996, Page 13
minnkar um rúma 800 fermetra. Lang-
tímamarkmið er svo aukin hagræðing.
Fyrir um 10 árum voru 70 starfs-
menn hjá Vita- og hafnamál og stofn-
unin á þremur stöðum í höfuðborginni.
Starfsmenn vom orðnir 40 við samein-
ingu og eru nú aftur orðnir 70. Þannig
má segja að við séum að byrja upp á
nýtt.
Ég vil samt ekki lofa því að eftir tíu
ár verðum við aftur orðin 40 og tíma-
bært að bæta við þriðju stofnuninni."
Heildarvelta Siglingastofnunar er í
kringum 320 milljónir en gert er ráð
fyrir að þar af komi um 100 milljónir
inn í sértekjum.
„Það hlýtur að vera okkar markmið
að gera þjónustu okkar ódýrari en halda
henni jafngóðri."
Hver sá um hvað?
Starfsemi Siglingamálastofnunar og
Vita- og hafnamálastofnunar var ná-
tengd þar sem báðar stofnanirnar fást
við verkefni tengd siglingum, skipaflot-
anum og öryggi sjófarenda. Með sam-
einingu þeirra verður framkvæmd sam-
göngumála á sjó í umsjón einnar stofn-
unar. Sameinuð stofnun hefur meira
bolmagn til að hafa í þjónustu sinni þá
sérhæfðu starfsmenn sem þörf er á
hverju sinni og stuðlar að betra upplýs-
ingastreymi ásamt bættri nýtingu
mannafla og aðstöðu.
Siglingamálastofnun ríkisins safn-
Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingastofhunar segir að stofnunin sé skilgreind sem þjón-
ustustofhun á sviði öryggismála. Vita- og hafnarmálastofhun hélt upp á 100 ára afmœli
sitt 1978 þegar 100 ár vom liðin frá því að fyrsti vitinn var tekinn í notkun en hann var á
Reykjanesi og var kveikt á honum 1. desember 1878. Þetta ergömul samtímamynd afvit-
anum, máluð afBjarna Sœmundssyni sem var fyrsti fiskifrceðingur íslands og merkur
frumkvöðull.
Nýr Bjarni Ólafsson
Runólfur Hallfreðsson útgerðarmaður á Akranesi
hefur samið um kaup á nýju nótaskipi frá írlandi
sem kemur í stað Bjarna Ólafssonar AK. Nýja
skipið er væntanlegt til landsins í mars á næsta
ári.
Nýja skipið er smíðað í Noregi 1978 og heitir Voyager K
og hefur undanfarin ár stundað makril- og síldveiðar í nót og
flottroll. Það geturflutt 1200 tonn í sjókælitönkum en einnig
er 350 rúmmetra frystilest um borð og hægt er að frysta 60
tonn á sólarhring. Skipið getur borið um 2.000 tonn af
ókældum afla. Nýleg vél og spilkerfi eru í skipinu og núver-
andi aðalvél 5.000 ha.
Að sögn Runólfs verður nýr Bjarni aðallega á síld- og
loðnuveiðum og mun frysta aflann um borð þegar það hentar.
Voyager K er 4.000 rúmmetrar en núverandi Bjami Ólafs-
son er 2.200 rúmmetrar svo útgerðin þarf að úrelda um
1.800 rúmmetra aukalega. Gera má ráð fyrir að það kosti
útgerðina 100-150 milljónir fyrir utan eiginlegt kaupverð.
Ekki hefur verið gengið endanlega frá sölu á Bjarna Ólafs-
syni en samningar eru í burðarliðnum.
ægir 13