Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1996, Blaðsíða 19
60% af tekjum fyrir hráefni á í erfiðleikum. Og það þarf ekki að koma á óvart að fiskvinnsluhús með svo háan hráefnis- kostnað loki. Þetta er augljóslega verkefni fyrirtækjanna sjálfra að takast á við." Engar patentlausnir til „Skerðing á þorskveiðum hefur komið frystingunni í mik- inn vanda. Menn hafa ekki viljað tapa þeirri verkkunnáttu sem til er í greininni og hafa þess vegna haldið vinnslunni gangandi með kaupum á of háu verði og kaupum á rússafiski og látið aðrar deildir halda uppi tapinu of lengi. Menn hafa lifað í þeirri trú að þorskurinn myndi braggast aftur," sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavík- ur, í samtali við Ægi. Einar gerði tilraunir með vaktavinnu í frystihúsi Skagfirð- ings þegar hann var á Sauðárkróki og segir að sú tilraun hafi leitt í ljós að með slíku fyrirkomulagi væri hægt að reka botn- fiskvinnslu með hagnaði en meira hráefni hefði skort. „Það sem þarf að vera fyrir hendi er nægilegt hráefni og nóg af góðu fólki. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að sjá ný og tæknivædd frystihús eða verksmiðjur rekin með þessum hætti en til þess þarf 5-10 þúsund manna samfélag svo það eru ekki nema 4-5 staðir á landinu sem geta beitt þessum aðferðum." Einar kvaðst sannfærður um að erfið staða nú mundi knýja fyrirtækin til að leita bestu og hagkvæmustu lausna en kvaðst #DAEWOO LYFTARAR VERKVER Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • S* 567 6620 V________________________________________________J ÆGIR 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.