Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1996, Page 22

Ægir - 01.10.1996, Page 22
Verðum að vernda góða samkeppnisstöðu Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra leysir frá skjóðunni Þorsteinn Pálsson hefur gegnt embætti sjávarútvegsráðherra frá 1991. Þessi ár hafa að mörgu leyti verið tími breytinga í íslenskum sjávarútvegi en atvinnugreinin hefur þurft að laga sig að breyttum að- stæðum og leitað nýrra leiða. Úthafsveiðar, deilur um landhelgi og samningaviðræður við aðrar þjóðir um fiskveiðar, þetta ásamt sívak- andi umræðum um kvótakerfið og aðferðir við stjórnun fiskveiða hefur verið meðal verkefna Þorsteins á valdatíma hans. Þorsteinn fór með Ægi yfir helstu mál sem ráðuneytið glímir við um þessar mundir. Fyrst var rætt um erfiða stöðu fiskvinnslunnar. Þú sagðir á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í haust að sá vandi sem blasti við fiskvinnslunni væri vandi fyr- irtækjanna sjálfra. Nú má skilja fréttir af landsbyggðinni þannig að þessi vandi muni leiða til stórfelldrar byggðarösk- unar og atvinnuleysis. Hefur afstaða þín eitthvað breyst gagnvart þessum vanda? „Það sem við þurfum að vaka yfir á hverjum tíma er samkeppnisstaða sjáv- arútvegsins," sagði Þorsteinn. „Hún er mælikvarðinn á það hvernig greinin getur spjarað sig. Samkeppnis- staðan er nú betri en hún hefur verið um langan tíma, reyndar með allra besta móti, og það er afrakstur marg- þættra aðgerða. Aflahlutdeildarkerfið hefur verið meginforsenda þess að fyr- irtækin hafa getað nýtt sér almennar efnahagsráðstafanir til að tryggja stöðu sína." Styrkir heyra sögunni til „Afkoma sjávarútvegsins í heild er nokkurn veginn á núlli og mörg fyrir- tæki í sjávarútvegi eru að gera það mjög gott, skila viðunandi rekstrarafkomu og eru í fjárfestingum, vöruþróun og nýrri markaðsöflun. Það sem bestu fyrirtæk- in eru að gera eiga aðrir líka að geta gert." Eru þá yfirlýsingar fiskvinnslumanna um slæma stöðu innantómar og líkar drengnum sem hrópaði: úlfur, úlfur? „Nei, en hin allra síðustu ár hafa ver- ið eitt mesta breytingaskeið í íslenskum sjávarútvegi og það sér ekki fyrir end- ann á þessum breytingum. Ný verkefni blasa við og fyrirtækin þurfa í stóraukn- um mæli að horfa á vöruþróun og 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.