Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Síða 23

Ægir - 01.10.1996, Síða 23
markaðsstarf. Þessir þættir munu vega þyngra í verðmætasköpun á næstu árum en áður hefur verið. Við svona örar breytingar fer ekki hjá því að einhverjir iendi í erfiðleikum. Það þýðir ekki að við getum sagt að allt eigi að vera óbreytt. Við eigum þvert á móti að ýta undir þróunina því hún er forsenda framfara. Ég er mjög ákveðið þeirrar skoðunar að styrkir og styrkjakerfi heyri sögunni til fyrir löngu." Smábátar í jafnvægi Það var hart deilt um ráðstafanir sjávarútvegsráðuneytis varðandi veiðar smábáta á síðasta þingi og margir töldu ráðuneytið á villigötum. Verður fram- hald á þessum átökum eða eru mál smá- bátamanna komin í jafnvægi? „Ég vona að þau séu komin í sæmi- legt jafnvægi. Þetta hefur verið hitamál í mörg ár og með einhverjum hætti varð að höggva á hnútinn. Ég beitti mér fyrir þeim viðræðum við Landssamband smábátaeigenda sem leiddu til þeirrar niðurstöðu sem varð. Ég varð að axla á- byrgð af henni því ljóst var að aldrei yrðu allir sáttir. Til þess var málið of flókið. Ég held að það hafi komið í ljós að þau markmið sem sett voru hafa náðst. Við bættum nokkuð hlut smábáta. Enn fleiri en áður fóru inn í þorskaflahá- markskerfi og þó nokkur fjöldi hefur tekið tilboði um úreldingu svo vandinn vegna of mikillar sóknar hefur minnk- að. Það mun skapa meiri frið um þessi mál því gagnrýni margra byggðist á vantrú þeirra á að markmiðin næðust." Nú mega smábátar á aflahámarki að- eins selja og kaupa kvóta innan síns kerfis. Væri ekki ástæða til að rýmka reglur enn frekar og setja sömu reglur um framsal og sölu kvóta smábáta eins og gilda um aðra? „Ég er ekki viss um að menn eigi að flýta sér of hratt. Ég þykist sjá það fyrir að frekari þróun á eftir að verða því smábátasjómenn verða að geta nýtt sér möguleika til hagræðingar og betri af- komu eins og aðrir. Við vorum tilbúnir til að taka á málum smábátamanna með sérstökum hætti og viðurkenna þannig sérstöðu þeirra. Útfrá hagsmun- um greinarinnar og smábátasjómanna sjálfra er best að ein regla gildi en því verður ekki breytt á þessu þingi." Utilokað að vera á móti hagræðingu í haust var línutvöföldunin svokall- aða afnumin. Heyrst hafa raddir um að þetta ieiði til þess að atvinnulíf af- skekktra staða sé í uppnámi því nú séu mjög margir línubátar til sölu. Varð þetta séð fyrir? „Menn sáu kannski ekki allt fyrir. Hitt er ljóst að þetta kerfi fól það í sér að aðrir útgerðarmenn voru að styrkja línubátana. Styrkjakerfi í hvaða formi sem er tel ég óheilbrigt og þessvegna kom það í sjálfu sér ekkert á óvart að þessi breyting myndi leiða til aukinnar hagræðingar. Aukin hagræðing í grein- inni þýðir að hún stendur betur að vígi og þeir sem í henni starfa hafa meira öryggi. Það er útilokað að vera á móti hagræðingu og það er ekki markmið að viðhalda óhagkvæmum útgerðarhátt- um. Þeir sem gera út og eru á sjó eru miklu betur til þess fallnir en við stjórn- málamenn að finna hagkvæmustu leið- irnar. Þessvegna eiga leikreglurnar að vera jafnar. Það hefur einnig komið í ljós að við þessa breytingu lækkar verð á leigukvóta sem má án efa rekja að hluta til afnáms línutvöföldunar sem þrýsti upp verði á leigukvóta. Á heildina litið hafði þetta jákvæð áhrif á þann markað og var full þörf á." Má veðsetja kvótann? Á síðasta ári var lagt fram frumvarp í þinginu sem meðal annars fól í sér ákvæði sem heimilar veðsetningu á afla- heimildum. Frumvarpið komst ekki í gegnum þingið í fyrra og einn af odd- vitum framsóknar hefur þegar lýst því yfir að slíkt ákvæði verði aldrei samþykkt.Verður frumvarpið lagt fram óbreytt aftur? „Þess ber að geta að þetta frumvarp er ekki á vegum sjávarútvegsráðuneytis heldur er það dómsmálaráðherra sem flytur það. Þetta er heildstæð löggjöf um veðsetningar. Veðlögin eru að stofni Afkoma sjávarútvegsins í heild er nokkurn veginn á núlli og mörg fyrirtœki í sjávarútvegi eru að gera það mjöggott, skila við- unandi rekstrarafkomu og eru í fjárfestingum, vöru- þróun og nýrri markaðs- öflun. Það sem bestu fyrirtækin eru að gera eiga aðrir líka að geta gert. til frá síðustu öld en síðan bætast við brotakennd ákvæði um heimildir ým- issa atvinnugreina sem fela í sér mis- munun sem brýnt er að leiðrétta. Þessi nýja löggjöf á að tryggja jafnræði með atvinnugreinum og færa þessi mál til nútímahorfs. Það var mjög eðlilegt að frumvarpið fæli í sér heimild til veð- setningar aflaheimilda líkt og skipa. Þetta frumvarp er nú til umfjöllunar í ríkisstjórn og hefur ekki enn verið lagt fyrir þingflokkana en það er stefnt að því að svo verði. Það er mikilvægt að átta sig á að hér eru engar nýjungar á ferð. í framkvæmd hefur bankakerfið treyst á að löggjafinn heimilaði þetta en dómur Héraðsdóms Reykjaness fyrr á þessu ári gekk í aðra átt og því er réttaróvissa á þessu sviði sem Alþingi verður að leysa. Afstaða manna til þessa byggist á misskilningi. Það verður að tryggja við- skiptaöryggi í sjávarútvegi líkt og öðr- um atvinnugreinum." Andstæðingar eru að taka afstöðu með óprúttnum útvegsmönnum Andstæðingar þessa vísa gjarnan til greinar í lögum um stjórn fiskveiða sem kveður á um að fiskistofnamir og fiski- ÆGIR 23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.