Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1996, Síða 29

Ægir - 01.10.1996, Síða 29
grenni við gjöful fiskimið, má nefna ís- ólfsskála í Grindavík, Gufuskála og Út- skála á Reykjanesi, Gufuskála á Snæfells- nesi, Skálavík(ur) á Vestfjörðum og víð- ar, Skáladal í Jökulfjörðum o.fl. Þegar tímar liðu fóru svo einstaka menn að hafast við í fiskiskálunum með fjölskyld- ur sínar allan ársins hring. Þá breyttust þeir smám saman í þurrabúðir, þar sem fólk bjó án málnytupenings og lifði al- farið af fiskveiðum. Var það kallað búð- seta og voru skorður settar við henni í lögum. Á þjóðveldisöld virðast fiskveiðar einkum hafa verið stundaðar að vorlagi og eitthvað fram eftir sumri. Það var eðlilegt þegar þess er gætt að á þeim tíma var síður von illviðra en um hávet- urinn og því hægt að hafast við í frum- stæðum vistarverum í útverum, auk þess sem sjálf sjósóknin var hættuminni. Á þessum árstíma máttu bændur og betur við því að missa fólk frá bústörfum en þegar lengra kom fram á sumarið og sel- farir og heyannir hófust. Víða um land mun afli og hafa verið bestur síðla vetrar og á vorin og trúlegt er að ferðir í fiski- skála hafi ekki aðeins verið farnar til að veiða fisk heldur einnig til eggja-, fugla- og dúntöku. Þegar kom fram á síðari hluta 13. ald- ar færðust fiskveiðar enn í aukana og margt bendir til þess að útflutningur skreiðar hafi hafist að einhverju marki skömmu fyrir aldamótin 1300. Þá leið brátt að því að búðseta yrði algengari en áður, sjávarútvegur aðalatvinnuvegur umtalsverðs hluta þjóðarinnar og að hér á landi yrði til hópur manna sem hafði sjómennsku að aðalatvinnu. Veiðiaðferðir á landnáms- og þjóð- veldisöld voru næsta fábrotnar og þó svipaðar þeim sem hér tíðkuðust mikinn hluta árabátaaldar. Til fiskjar var róið á árabátum og má telja víst að þeir bátar, sem fyst var haldið til veiða hér á landi, hafi verið smíðaðir í Noregi og komið hingað sem eftirbátar, en svo voru þeir bátar nefndir sem landnámsmenn höfðu aftaní skipum sínum til öryggis á leið yfir íslandsála. Bátasmíðar hafa vafalaust hafist hér á landi snemma og vafalítið hafa fyrstu bátarnir verið litlir, tveggja- og fjögurra manna för, sem róið var rétt út fyrir landsteinana til að veiða í soðið. Þess- konar báta er ekki getið í rituðum heim- ildum, en þegar fiskveiðar færðust í auk- ana og tekið var að sækja lengra frá landi stækkuðu skipin. Teinæringa er alloft getið í fornritum og voru þeir flestir á Vesturlandi. Óljóst er, hvort og í hvaða mæli þeir voru notaðir til fisk- veiða, en í íslenzku fornbréfasafni er oft getið um sex- og áttæringa, og virðist svo sem þeir hafi verið algengustu fiski- skip landsmanna frá því á 12. öld, og jafnvel frá upphafi. Lengst af miðöldum var handfærið eina veiðarfærið, sem notað var hér við land, en ein heimild frá síðara hluta 15. aldar getur um lóðir í Berufirði austur og er sennilegast að íslendingar hafi lært notkun þeirra af Englendingum. Lóða- notkun mun hins vegar ekki hafa orðið almenn fyrr en síðar. Fyrstu handfærin vom einföld að allri gerð og í Guðmundar sögu byskups, sem Arngrímur Brandsson, ábóti á Þingeyr- um, færði í letur um 1350, var notkun þess og aðferðum manna við að stað- setja sig á sjó lýst svo: í því kapitido öndverðrar sögu, ergreind- ist íslands náttúra, segist, að almenningur þeirrar jarðar fceðist með búnyt og sjádreg- inn fisk; en sá dráttur er svo laginn, að menn róa út á víðan sjá, og setjast þar, sem fjallasýn landsins merkir, eftir gömlum vana, að fiskurinn hafi stöðu tekið; þess háttar sjóreita kalla þeir mið; skal þá renna léttri línu út afborðveginum niður í djúpið og festa stein með neðra enda, að hann leiti grunns, þar með skal fylgja boið jám; er menn kalla öngul, og þar á skal vera agnið til blekkingar fiskinum; og þatm tíma sem hann leitar sér matfanga, og yfir gím beituna, grefur oddhvasst og uppreitt járnið hans kjaft, síðan fiskimaðurinn kennir hans viðurkomu og kippir að sér vaðinum, dregur hann svo að borði og upp ískip... Þannig var helstu veiðiaðferð íslend- inga lýst um 1350 og gæti lýsingin vel átt við um mestan hluta árabátaaldar. □ ifp SJODÆLUR ífp Hp Með eða án rafmótors eða segulkúplingu Grandagarði 5, 101 Reykjavík, s: 562 2950, fax: 562 3760 ÆGIR 29

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.