Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1996, Page 37

Ægir - 01.10.1996, Page 37
DET NORSKE VERITAS HAFNARHVOLI, TRYGGVAGÖTU, SÍMI 551 5150, FAX 561 5150 Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með skipið og þökkum samstarfið við endurbygginguna. Um borð í Erni KE eru rafmagnstöflur frá Rafboða Garðabæ hf. ORN KE 13 ÉFfíAFBOÐl GARÐABÆh/f Skeiðarás 3 • 210 Garðabær • Símar 565 B096 S. 896 3596 • Fax 565 8221 Ný vog frá Marel „Með þessari nýju vog erum við fyrst og fremst að svara kröfum iðnaðarins um ódýrari vog sem uppfyllir sömu kröfur um gæði, styrk og endingu og önnur framleiðsla okkar,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Marel þegar M-1000 vogin frá Marel var kynnt. M-1000 vogin markar upphafið að sókn Marels inn á mark- aði fyrir smærri og ódýrari vogir. Gert er ráð fyrir að vogin kosti aðeins 120 þúsund krónur sem er aðeins um helmingur af verði ódýrustu voganna frá Marel. M-1000 er hönnuð af Ingólfi Guðmundssyni iðnhönnuði og er Marel þar með fyrsta íslenska fyrirtækið til þess að ráða iðnhönnuð í þjónustu sína og tók hönnunin tvö ár. Vogin er seld samansett og tilbúin til notkunar. Hún er úr ryðfríu stáli og auðveld í þrifum. Hún getur vegið 3 kg þunga með 1 gramms nákvæmni og getur sýnt þungann í fjórum ólík- um mælieiningum, kílóum, grömmum, pundum og únsum. Hún þolir hita frá -10 gráðum upp í 40 gráður og stenst svonefndan IP 67 staðal um vatnsþétti og er hægt að sökkva henni í vatn án þess að hún bíði skaða af. Það má segja að markaðurinn hafi beðið eftir þessum grip því eftir að hún var kynnt í fyrsta skipti á Norfish sýningunni í Noregi í sumar bárust þegar 20 pantanir sem hefur fjölg- að mikið síðan. Ætlun Marelsmanna er að fjöldaframleiða M-1000 í þúsundatali árlega og verður reynt að hafa vogina ávallt til á lager en fram til þessa hefur Marel eingöngu framleitt vogir upp í pantanir. ægir 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.