Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 8
Mesta aflaár íslandssögunnar
Ef Iitiö er yfir árib 1996 verbur þess helst
minnst í sjávarútvegi fyrir þá samninga
sem gerbir hafa verib um veibar í
úthafinu, þ.e. bæbi samningur um veibar
á karfa á Reykjaneshrygg og samningur
um veibar úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum. Ekki hafa þó enn nábst samningar
í Barentshafi en þeir nást væntanlega á
þessu ári.
Varbandi fiskveibar okkar íslendinga er
árib 1996 mesta aflaár íslandssögunnar. í
okkar fiskveibilögsögu veiddum vib um
tvær miljónir tonna (1.990 þús), en ef vib
bætum öörum afla viö sem veiddur var á
fjarlægum mibum fer aflinn yfir tvær millj-
ónir tonna og veröur 2.035 þús. tonn. Á
hinn bóginn ber ab líta á aö botnfiskaflinn
á heimamiöum hefur aldrei veriö jafn lítill í
um hálfa öld og nær ekki þeim litla afla sem
var 1995 þó segja megi aö þetta sé nánast
sami afli í tonnum talið. Þorskaflinn kemur
upp nú á ný á heimamiðum og er nú meiri
en bæði árin 1994 og 1995. Hins vegar varð
aflinn í Barentshafinu mun minni en á
síðasta ári og má segja að vib íslendingar
veiðum nánast sama magn af þorski og á
síðasta ári, en þá veiddust í heild um 202
þús. tonn, en nú verba þaö 203 þús. tonn.
í meöfylgjandi töflu frá Fiskifélagi
íslands, sem sýnir afla okkar íslendinga s.l.
níu ár og áætlun fyrir árið 1996, sést að
áætlaður heildarafli íslendinga veröur um
2.035 þús. tonn. Á heimamiðum er aflinn
1.990 þús. tonn þ.e. rétt um tvær milljónir
tonna, þessi afli er sá mesti sem íslendingar
hafa nokkru sinni veitt á íslandsmiðum.
Samsetning aflans skýrir þetta mikla magn
því 1.440 þús. tonn em uppsjávarfiskar þ.e.
loðna og síld.
Botnfisktegundirnarí samdrætti
Botnfiskaflinn er aðeins 472 þús. tonn á
móti 479 þús. tonnum árib 1995, 585 þús.
tonnum áriö 1992 og 698 þús. tonnum árib
1988. Afli í þessum fisktegundum hefur
dregist verulega saman og munar mest um
samdráttinn í þorskinum. Þetta er fimmta
árib í röð sem þorskafli fer undir 300 þús
tonn og í þriðja skiptið sem þorskaflinn fer
undir 200 þús tonn á íslandsmiðum, það
era árin 1942,1948,1951 og 1995, sem afl-
inn er á sömu nótum, en 1942 varb þorsk-
aflinn 182.274 tonn og 1948 veiddust
195.319 tonn og 1951 veiddust 197.975
tonn. Árib 1995 varð þorskaflinn 169 þús.
tonn á íslandsmiðum, en náði meb afla úr
Barentshafi í 202 þús. tonn. Á síöustu hálfri
öid er meðalþorskafli íslendinga um 280
þús. tonn á ári. Á móti þessum mikla sam-
drætti í þorskveiðum hefur hins vegar
rækjuveiðin margfaldast á nokkrum árum,
þó hún hafi dregist saman um tæp 12% frá
síðasta ári á heimamiðum. I heild eykst
rækjuveiðin um tæp 8% og verður heildar-
aflinn í rækju um 89 þús. tonn á móti um
83.500 tonnum á síðasta ári. í þessu tilliti er
hér einnig um nýtt aflamet að ræba.
Hrun í karfanum - loðnan
uppistaðan
Veiðar á karfa hafa gengiö brösuglega á
þessu ári, verulegur samdráttur virðist í
veiðinni og dregst karfaaflinn á hefðbund-
inni slóð saman um hartnær þribjung. Fer
úr 89 þús. tonnum í 65 þús tonn í ár sem er
um 27% samdráttur. Á hinn bóginn var
samiö um veiðar úr karfastofninum á
Reykjaneshrygg og var kvóti okkar veiddur
þar og um 6 þús. tonn af kvóta Grænlend-
inga. Þannig veiddum við um 47 þús. tonna
eigin kvóta og í allt um 53 þús. tonn og höf-
um aldrei veitt eins mikið á þessum slóðum.
Loönan er aðaluppistaðan í heildarafla
landsmanna nú sem fyrr. Auk góðrar veiði
og ab ástand loðnustofnsins er með besta
móti, hefur ekki spillt fyrir ab verð á
afurðum hefur verið þokkalegt. Má segja að
gullgrafaraandi svífi í þessari grein sjávarút-
vegs nú um stundir. Almennt hefur veiðin
gengið vel bæbi á síöustu vetrarvertíð svo
og nú í sumar og í haust. Nótaskipaflotinn
gengur nú í gegnum mikla endurnýjun,
bæði hafa verið keypt notuð skip og öðram
skipum hefur verið breytt, þau stækkuð og
búnaður endurbættur sérstaklega vegna
kælingar og geymslu. Þá hafa skipin verið
gerð afkastameiri og önnur veibiaðferð er
nú ab verða mun algengari, sem er flottroll.
Fram til þessa hefur lobnan svo til alfarið
verið veidd í hringnót, flottrollsveibin hefur
gengið mun betur heldur en nótaveiðin nú
í haust og virðist flottrollið hafa ákveðna
kosti fram yfir hringnótina við þær
aðstæður sem ríkt hafa. Þá hefur verið mikil
fjárfesting í verksmiðjum og má búast við
verulegri afkastaaukningu þeirra á næstu
vertíð, bæbi bætast við nýjar verksmiðjur og
aðrar hafa verið endurbættar.
Loðnuaflinn verður nú 1.177 þús tonn
og hefur aldrei verib svo mikill, er það
aukning um 64% en síldin hefur ekki verið
veidd eins mikib og á síðasta ári og dregst
saman. Bæði var að síldin í norsk -íslenska
stofninum var kvótasett og nábist ekki allur
kvótinn og að kvóti sumargotssíldarinnar
var minnkaður á þessu fiskveiðiári. Þá hefur
svo til allur síldaraflinn í haust verið verk-
aður til manneldis. í heild er afli uppsjávar-
fiska 1.440 þús. lestir og hefur aukist um
44% frá fyrra ári.
Fimmtíu milljarða verðmæti
Verbmæti aflans á árinu 1996 er áætlað um
50 milljarðar króna, mibað við óslægðan
fisk upp úr sjó. Á árinu 1995 var heildar-
verðmætið nánast þab sama, eða um 50
milljarðar kr. en heildaraflinn var 1.565 þús
tonn. Árið 1994 varð heildaraflinn 1.511
8 ÆGIR