Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 9
þús tonn og verömæti hans um 49,0 millj- arðar króna. Þannig hefur aflaverðmætið sveiflast mun minna en magnib og endur- speglar þetta samsetningu aflans. Lobna og síld sem er stærsti hluti magnsins er mun verðminni fiskur heldur en t.d. þorskur eða rækja. Þá er ónefnt að bæði mark- aðsaðstæöur og gengi ráða verulegu um fiskverðið. Talið í dollurum nemur verb- mæti aflans upp úr sjó 752 milljónum en það nam 771 milljón á síðasta ári ( 700 m USD árið 1994). Því er um 2,5% samdrátt milli ára. Sé miðaö við SDR var virði aflans um 518 milljónir í ár, en var 508 milljónir á síöasta ári, mismunandi gengisþróun dollars og SDR veldur þessum mismunandi niður- stöbum. Tekib skal fram að miðað er við mebalgengi jan/nóv bæði árin. Fyrir utan þessar tölur eru veiðar á al- þjóðlegum hafsvæðum s.s. í „Smugunni” og á „Flæmingjagrunni" en á báðum þessum hafsvæbum hafa Islendingar verið vib veib- ar og má ætla að aflinn úr Smugunni sé orð- inn rúm 23 þús tonn og verðmæti hans, miðað við fisk upp úr sjó á meöalverði hér innanlands, sé um 1,8 miljarðar kr. Rækj- una á Flæmingjagrunni hafa íslendingar nú veitt í yfir fjögur ár og veiddu 2.200 tonn ár- ið 1993, 2.400 tonn árib 1994,7.500 tonn árið 1995 og nú í ár er aflinn um 22 þús. tonn og má ætla að verbmæti verði um 3.850 milljónir kr m.v. hráefni upp úr sjó. Heildarverðmæti sjávarafla íslenskra fiskiskipa á heimamiðum og fjarlægum miðum er 55.650 milljónir kr. og hefur aldrei verið jafn mikið. Á árinu þar á undan 1995 varð samsvarandi tala 54.238 milljónir kr. og er þetta aukning um 2,6%. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 1996, höfðu komið 123 erlend fiskiskip frá átta þjóbum og var fjöldi landana um 184. Þessi skip hafa landað á íslandi til vinnsiu um 110 þús tonnum á móti um 64 þús tonnum árib 1995, af þessum 110 þús. tonnum er um 81 þús. tonn loöna, en loðnan er ekki nema 7.200 tonn í fyrra. Bolfiskur er nú um 30 þús. tonn á móti um 33 þús. tonna í fyrra, þannig er það magn sem fer til almennrar fiskvinnslu mjög svipað eða um 20 - 25 þús tonn, mest af þessum fiski fer í frystingu eða um 21 þús. tonn. 5.300 tonn fóru í söltun og um 1.300 tonn fóru í herslu. Auk þessa kemur svo til umskipunar (transit) verulegt magn af fiski, aðallega karfa og rækju. Á fyrstu tíu mánuöum ársins 1996 höfðu komið 59 skip frá níu þjóbum og var fjöldi landana um 100. Ekki er vitað nákvæmlega um það magn sem þessi skip lönduðu. Þessi umsvif hafa skapað ótal störf í þjónustu og verslun, má ætla að þjón- ustugjöld og verslun vib þessi skip ásamt er- lendum skipum sem koma með afla til vinnslu nemi um 3,7 milljörðum króna. Útflutningur fyrir tæpa 100 milljarða króna Andvirði útfluttra sjávarafurða áætlar Fiskifélagið að verði um 95 milljarðar króna á árinu. Árið 1995 nam verðmæti útflutn- ings sjávarafurða 85 milljörðum króna. Það hefur því aukist um tæp 12% milli ára. Verðmæti þessa útflutnings er áætlað nema um 1.429 milljónum dollara en þab jafngildir um 9% aukningu frá því í fyrra. Þá var verðmætið um 1.311 m. dollarar. Sé miðað vib SDR hefur útflutningsverbmætið aukist um 14%, er nú 984 milljónir SDR, en var 863 milljónir árib á undan, en hér er um áhrif mismunandi gengisþróunar að ræða. Á þessu ári verða vafalaust mörg aðkall- andi vandamál sem sjávarútvegurinn þarf að glíma vib. Miklar sviptingar hafa verið á undanförnum dögum í samruna fyrirtækja í sjávarútvegi og einnig hafa verið settir kvótar á veiðar í úthafinu nema „Smug- una", en þar má búast við ráðstöfunum inn- an tíöar. Framundan em miklar ákvarðanir í kjaramálum sjómanna og verkafólks svo og hvernig farið verbur með kvóta í fiskveið- unum. Það er von mín og trú að á þessum málum finnist farsæl lausn þó vegurinn þangab verði ekki auðfarinn. Ég vona að það ár sem nú er nýhafið verbi landsmönnum öllum hagsælt bæði til lands og sjávar. Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri Endanlegar tölur 1987-1995 og bráðabirgðatölur 1996 (Allar tölur eru í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk) Heiti f.teg 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Bráöab.tölur 1995 1996 Þorskur 390 376 354 334 307 267 251 178 169 180 Ýsa 40 53 62 66 54 46 47 58 60 55 Ufsi 78 74 80 95 99 78 70 63 47 39 Karfi 88 94 92 91 96 96 95 89 65 Úthafskarfi 0 0 1 4 8 14 20 47 29 47 Steinbítur 13 15 14 14 18 16 13 13 13 14 Grálúba 45 49 58 37 35 32 34 28 27 21 Skarkoli 11 14 11 11 11 10 13 12 11 11 Annar botnf. 20 23 20 22 27 28 30 27 34 40 Botnf. alls 684 698 693 674 654 585 574 521 479 472 Síld 75 93 97 90 79 123 117 130 110 98 Íslandssíld 0 0 0 0 0 0 0 21 174 165 Lobna 803 909 650 692 256 797 940 748 716 1.177 Upps.fisk. alls 878 1.002 747 782 335 920 1.057 899 1.000 1.440 Humar 2.7 2.2 1.9 1.7 2.2 2.2 2.4 2.2 1,0 1,6 Rækja 38.6 29.7 26.8 29.8 38.0 46.9 53.0 72.8 76.0 67.0 Hörpudiskur 13.3 10.1 10.8 12.4 10.3 12.4 11.5 8.4 8.4 8.9 Skel&krabbar 54.6 42.0 39.5 43.9 50.5 61.5 66.9 83.4 85.4 77.5 Annab 7.7 10.4 9.9 2.5 4.6 2.3 0.9 7.6 0,56 0,5 Heildarafli 1.625 1.752 1.489 1.502 1.044 1.569 1.699 1.511 1.565 1.990 Auk þessa afla hafa íslensk skip veitt um 23.000 tonn affiski í Barentshafi (Smugunni), mest afþeim afia er þorskur. Verðmœti Smuguaflans er áœtlað kr. 1.800 milljónir. Þá má cetla að um 22.000 tonn afrœkju hafi verið veidd afíslenskum skipum á Flœmingja- grunni við Nýfundnaland og má œtla verðmœti þess afla um 3.850 m kr. í heild er afli íslenska fiskiskipaflotans 2.035 þús. tonn og hefur aflinn aldrei verið meiri í íslandssög- unni, þess her þó að geta að botnfiskafli er nánast sá sami og á síðasta ári og var þá sá minnsti á síðasta aldarfjórðungi. Verðmceti þessa afla upp úr sjó er 55.650 milljónir kr. ÆGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.