Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 10
Rækjuiðnaðurinn: Talið að botn- inum sé náð í verðlækkunum Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Eigum enn eftir að sjá gjaldþrot í greininni „Ef maður horfir á hvað hefur verið að gerast á undan- fórnum árum þá verður að œtla að botni sé náð í þorsk- aflanum og íþeirri veiði liggi leiðin upp á við. Það verða að teljast jákvæð teiknsegir Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir spár marg- ra um erfiðleika millistórra frystihúsa hafa gengið eftir og þau eigi enn eftir að glíma um sinn við þrönga stöðu. Pétur Bjarnason, framkvæinda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framlei&enda, segir ah hvað rækjuveihar varöi hafi áriö 1996 einkennst af mikilli veiði, mikl- um útflutningi en lágu markaðs- verði. „Mér sýnist rækjuaflinn hafa verið um 89 þúsund tonn í heild á árinu og þab er mesti afli frá upp- hafi. Verðið lækkaði hins vegar mjög verulega á árinu og að meðal- tali um ríflega 19% en dæmi var um yfir 40% verðlækkun þeirra flokka sem sveiflan var mest niður á við. Ég held að árið 1996 verði því al- mennt talið erfitt ítækjuvinnslu en sennilega betra í rækjuveiðum vegna þess hve aflinn var mikill," segir Pétur. Á síðustu vikum hefur gengis- hækkun á bresku pundi komið til hjálpar og valdið lítillegri hækkun á mörkuðum en Pétur segir að al- mennt sé horft á markaðsmálin þannig að botninum sé náð í verð- lækkunum. „Það vonast flestir til þess að núna fari verðið upp á við þó sú verðhækkun sé ekki enn komin fram. Maöur getur þó leyft sér ab vera bartsýnn á árið 1997. Að vísu mun rækjuaflinn minnka vegna kvóta á Flæmska hattinum og vegna minnkunar á kvóta hér á íslandsmiðum. Væntanlega þýðir þetta tvennt að aflinn minnkar milli ára um nálega 15.000 tonn en engu að síður eiga aflaheimildirnar að vera nægilega miklar til ab gera þetta að miklu rækjuveiðiári," segir Pétur. „Menn byrjuðu að spá því fyrir 10 árum að miðlungsstór hús kæmu til með að eiga erfiðast. Þetta hefur gengið eftir og þó kannski aldrei hraðar en eftir að þorskaflinn drógst saman um helming. Þá eiga þessi hús ekki möguleika á rekstri að óbreyttum forsendum. Þessi þróun mun halda áfram," segir Arnar. „Við eigum líka eftir að sjá gjaldþrot í greininni og sömuleiðis tel ég að á þessu ári munum við sjá áframhald á sameiningu fyrirtækja en krafturinn í því hefur verið meiri en vib áttum von á, fyrst og fremst á þann veg að stærri fyrirtæki hafa verið að sameinast. Menn eru á fullri ferð í hagræðingar- ferlinu og til að mynda horfum við til þess nú í kjarasamningum að þab geti orðið umtalsveröar breytingar hvað varðar kaupaukakerfið. Bónuskerfi verður áfram en við sjáum fram á þró- un í átt til meiri vélvæðingar en ab meiri hvati komi inn þannig að þegar upp verður staðið muni kannski starfs- fólki eitthvað fækka en bónusinn, og þar meb heildarlaunagreiðslur, yrðu hærri," segir Arnar. Ef horft er til næstu mánaða segir Arnar að þab versta sem gæti hent núna væru langvinn verkföll eða erfið- ar kjaraviðræður. Hann segir að oft hafi áður verið tekist á við kjarasamninga- borðið en ab hans mati hefur staðan Vinnsla hefur veriö að flytjast út á sjð á undanfómum árum og töldu margir sig sjá fyrir að þessari þrðun fylgdu miklir erfiðleikar minni fiskvinnsluhúsa í landi. oft verið þrengri en nú. Vissulega sé nokkur eftirvænting merkjanleg í þjóð- félaginu vegna kjarasamninga en hún hafi oft verið meiri. „Heilt yfir er ég sæmilega bjartsýnn á árið að því gefnu ab við komumst í gengum kjarasamninga. Auðvitað hef ég mestar áhyggjur af hefðbundinni botnfiskvinnslu þar sem flest starfsfólk vinnur en annars er ég nokkuð bjart- sýnn á framhaldið," sagði Arnar Sigur- mundsson. 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.