Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 27
styrjöldina síðari en Þjóðverjar og Bretar þóttu standa fremstir skipasmiða í heiminum. Allar frumteikningar og verklýsingar af skipinu voru gerðar af Skipa- og véla- eftirliti Gísla Jónssonar í Reykjavík en Gerpir var að vélbúnaði og hvað fyrir- komulag varðaði mjög svipaður og tog- ararnir Þorkell Máni og Gylfi sem byggðir voru í Englandi fimm árum áður. Kom með margar nýjungar Gerpir var skráður 185 fet að lengd, 32 fet að breidd og 804 brúttótonn. Þar með var hann orðinn stærsti togari íslenska flotans. Við smíðina var rafsuða mikið notuð en allir langsaumar á plöt- um og bönd eru hnoöuö. íbúðir voru í skipinu fyrir 42 menn, þar af fyrir 28 menn frammí. í 3. tbl. Ægis áriö 1957 er gerð grein fyrir búnaði skipsins og segir þar að lestarrúm hafi verið fyrir alls 19000 cubic fet. „Útbúnaður íbúða og björgunarbún- aðar, einnig siglingatæki er það nýjasta og bezta sem þekkist," segir síðan í greininni og frekar er tíundað hvaða búnað sé að finna um borð. í lok grein- arinnar er gerð grein fyrir helstu nýj- ungum sem Gerpir komi með og ekki hafi sést áður í íslenskum skipum. Þar segir: „1. Einangrun í lestargólfi og klæðn- ingu undir þilfarsbita í lestum, sem vonast er eftir, með hjálp kæli-spírala, að geymi betur fiskinn. 2. Fyrirkomulag á kassapollum á framþilfari og járnundirbygging á aftur- þilfari fyrir bobbinga. 3. Slétt þiifar framúr, í stað hálfþil- fars, sem áður hefur verið. 4. Gálga- og pollarúllur ganga allar á rúllulegum. (Er sagt að þetta hafi reynst vel hjá Þjóöverjum og Englendingum.) 5. Gíró-áttaviti og sjálfvirkt stýri. 6. Á ýmsan hátt umbætt fyrirkomu- lag, meira af sérdrifnum tækjum og þar af leiðandi fullkomnara og stærra raf- magnskerfi." í stuttu máli sagt var Gerpir tækni- lega vel búið skip en ekki þarf alltaf að vera fylgni milli þess og árangurs í veið- um. Strax í upphafi var útgerð Gerpis Nær hálf milljón tonna á 40 árum Afli og aflaverðmæti Júpiters frá árinu 1957 til og meb nóvember 1996 Aflaverbmæti á verðiagi í lok Afli alls í kg. árs 1996 í kr.* 1957. 3.000.199 142.148.341 1958. 3.790.141 179.575.555 1959. 5.007.876 237.271.373 1960. 2.885.895 136.732.656 1961. 2.790.830 132.228.521 1962. 1.949.959 92.388.379 1963. 2.596.173 123.005.770 1964. 2.430.942 115.177.155 1965. 3.139.401 148.743.681 1966. 2.776.000 131.525.892 1967. 4.154.000 196.815.042 1968. 4.385.000 207.759.739 1969. 4.258.000 180.093.441 1970. 4.223.000 199.429.426 1971. 3.677.000 174.214.951 1972. 2.931.000 170.299.677 1973. 2.299.000 127.549.542 1974. 2.122.000 103.626.304 1975. 2.425.000 78.425.308 1976. 0 0 1977. 0 0 1978. 0 0 1979. 11.149.000 83.690.255 1980. 25.478.000 163.041.642 1981. 15.776.000 97.095.515 1982. 1.345.831 60.650.260 1983. 4.326.013 97.862.041 1984. 26.650.623 155.354.379 1985. 24.750.630 150.689.174 1986. 22.086.314 144.387.802 1987. 11.494.197 161.897.080 1988. 22.197.862 168.744.903 1989. 21.786.730 178.831.774 1990. 23.850.941 159.611.633 1991. 12.301.697 203.651.428 1992. 24.678.369 165.471.963 1993. 40.929.475 179.052.515 1994. 32.434.979 159.786.772 1995. 38.683.927 251.333.707 1996. 50.108.014 281.434.208 Heildarafli 470.870.017 Heildarverömæti 5.739.597.803 *(Tolur um afla eru áætlaöar til 1969 og tölur frá 1970 til nóvember 1996 eru frá FÍ.) ægir 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.