Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 14
Að mati Ólafs Þórs Jóhannssonar hafa fiskmarkaðimir stuðlað að því að gera verðmœti úr tegundum sem áður voru nœsta verðlausar. Mörg fiskvinnslufyrirtœki byggja starfsemi sína á hráefni afmörkuðunum. fiskmarkaöir á íslandi gengju aldrei. Þá sögbu menn aö markaðssvæöiö væri svo lítið að þetta væri aðeins mögulegt á suðvesturhorninu en annars staðar ekki. Menn voru beðnir um að ímynda sér hvernig þetta yrði þar sem væri ein fiskvinnsla og einn togari og menn hlógu að þessu. Fiskmarkaðirnir sýndu síðan hvað var hægt að gera með fjar- skiptauppboði sem menn ekki þekktu þá og sama er að segja um það núna þegar menn eru að efast um að hægt sé að fara með loðnu og síld í gegnum markaðina. Það er að mínu mati ekki stórvandamál heldur fyrst og fremst spurningin um hvort menn vilja gera þetta eba ekki. Það þótti alger firra að hægt væri ab selja fiskinn út á sjó en það er mikið gert í dag og núna liggja menn yfir því úti í Evrópu hvernig hægt sé að fara að því ab kortleggja hvaba fiskur komi að landi og hvenær og hvort ekki sé hægt að selja hann áður en hann komi í land." Fiskmarkaðirnir komnir til að vera -Hvar standa íslensku fiskmarkaðirnir í samanburði við það sem gerist erlendis? „Ef við tökum fyrst uppboðsþáttinn sjálfan þá er þab einstakt að menn skuli geta selt á og keypt af 10 fiskmörkuöum á sama tíma. Þetta þekkist hvergi og þessa tækni eru menn núna að byrja að tala um að taka upp úti í Evrópu. Ef við förum út í gæðamál og þvíumlikt þá höfum við verið aftar en gerist erlendis en núna eru markaðirnir að byrja að byggja sérhæfð hús fyrir fiskmarkaðina og nú þegar búib að taka nokkur slík í notkun. Við höfum aðallega verið í bar- áttu um það hvort vib veröum til áfram og því hafa menn kannski ekki haft ástæbu til ab vera framsæknir og horfa fram á veginn. Spurningin hefur fyrst og fremst snúist um ab lifa frá degi til dags og hvort þeim sem ráða þessum málum þóknist að láta þetta vera eða ekki. Þetta hefur einkennt baráttuna fram til þessa en núna finnst mér hins vegar orðin ástæða til að menn fari að horfa fram á veginn og ræða hvernig við viljum sjá fiskmarkaði á íslandi í framtíðinni." - Þú vilt sem sagt telja að fiskmark- aðirnir hafi verið settir á til framtíbar? „Já, það held ég ab sé enginn vafi. Reyndar hefur maður sagt þetta með semingi síðustu 3-4 árin en núna tel ég okkur hafa fest okkur í sessi. Þá geta menn farið að huga að framtíðinni." Hráefnið í háum gæðaflokki Olafur Þór segir íslensku fiskmarkaðina hafa á mörgum góðum þáttum að byggja til framtíðar. „Við stöndum framar Evrópubúum í því að koma með fisk í mjög háum gæðaflokki ab landi og það getum við þakkað sjómönnum okkar og því ab hér er stutt á miðin. Vib höfum hins vegar ekki farið út í að flokka fiskinn en spurningin er hvort það verður gert í framtíðinni. Persónu- 14 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.