Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 30
Fertugt happaskip... Birgir Sigurösson er hér með öðrum yfirmönnum á Gerpi við komu skipsins til Neskaupstaðar þann 16. janúar árið 1957. Myndin er tekiri í stjómklefa skipsins. Frá vinstri: Herbert Benjamínsson, bátsmaður, Guðmundur Jónsson 2. stýrimaður, Magnús Gíslason, skipstjóri og Birgir Sigurðsson. n U M ! i ■ pji „Meginmálið að bjarga skipinu og áhöfninni" segir Birgir Sigurðsson, um sína fyrstu skipstjórnarferð á Gerpi í Nýfundnalandsóveðrinu í febrúar árið 1958 Birgir Sigurðsson, stýrimaður á Berki NK á Neskaupstað, var á sínum tíma stýrimabur og skipstjóri á Gerpi NK. Hann segist eiga góðar minningar um Gerpi því skipið hafi verið afburða gott sjóskip og mjög vel tækjum búib, miðað við þab sem gerbist á þessum árum. Eins og áður hefur komið fram fórst Goðanesið frá Neskaupstað við Fær- eyjar hálfum mánuði áður en Gerpir kom til heimahafnar og með honum missti Birgir bróður sinn, Pétur Haf- stein Sigurðsson, sem var skipstjóri á Goöanesinu í þessari ferð. Minningar- nar frá þeim dögum þegar Gerpir kom eru því blendnar. í febrúar árið 1959 fór Birgir jóm- frúrveiðiferð sína sem skipstjóri á Gerpi en hann hafði fram að því verið 1. stýrimaður. Gerpir hélt, eins og oft áður, á veiöar við Nýfundnaland þar sem mörg íslensk skip voru að veiðum. Skipin hrepptu mikið ísingarveður í þessari ferð og er veðrið oft kennt við togarann Júlí sem fórst með allri áhöfn í þessu veöri. „Þetta var mikið norðan veður, bæði hvasst og mikiö frost þannig að ísingin hlóðst utaná skipið. Við vorum komnir með fullfermi og ég sá að það var engin glóra í að reyna að halda upp í veðrið enda hefði þá hlaðist svo mikil ísing utan á skipið að þab hefði lagst á hlið- ina. Við tókum því það ráð að lensa undan veðrinu og tókum stefnuna á Ermasund. Þannig keyrðum við undan veðrinu í sólarhring enda vissum við af heitari sjó sunnar og vissum ab okkur væri þar borgið. Morguninn eftir sner- um við svo til baka og þá þurfti að berja mikinn ís utan af skipinu og sem dæmi um magnið var ekki hægt að ná úr brúargluggunum út á brúina á ísn- um sem var utan á brúnni," segir Birgir. Þennan sama morgun kom i ljós ab togarinn Júlí hefði farist í óveörinu með allri áhöfn en Birgir segir að þó svo að fregnir hefbu borist til þeirra af vandræðum togarans þá hefði Gerpir aldrei átt möguleika á að komast til hans. Aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að stýra skipinu í þessari erfiðu veiðiferð segir Birgir ab líkast til hafi hann aldrei velt því fyrir sér meban á stóð. Meginmálið hafi verið að verjast veðrinu og ísingunni og bjarga skipinu og áhöfninni. „Eftir þetta hættum við að fara á veturna á Nýfundnalandsmiðin," segir Birgir. Gerpir kom með margar nýjungar og á það var litið sem stórt og vel búið skip. Um tíma var það annað stærsta skip flotans en síðan komu þúsund tonna togararnir svokölluöu, um 200 lestum stærri en Gerpir. Birgir viðurkennir að útgerðin hafi ekki gengið sem best þessi ár sem Gerpir var á Norðfiröi. „En samt var það svo að síðasta árið var aflinn mestur. Þannig er þetta oft," segir hann. 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.