Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 24
„Byrja alla daga á hákarlsbita” segir Lúðvík R. Jónsson, hákarlaverkandi á Akureyri, sem hyggur á tengingu verkunarinnar við ferðaþjónustuna „Ég held að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að sýna erlendum ferðamönn- um hvernig hákarlinn er verkaður enda er þetta hluti afokkar þjóðmenningu og arf- legð frá fyrri tíð. Ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessari verkun og ég veit að margir hér á landi senda kunningjum sínum er- lendis hákarlsbita," segir Lúðvík R. Jónsson á Akureyri sem fékk í haust styrk frá at- vinnumálanefnd Akureyrar til að byggja frekar upp sína hákarlsverkun. Ætlun hans er að byggja á heimamarkaði en ekki síður að horfa á verkunina sem lið í ferðaþjón- ustu í bœnum þannig að ferðamenn geti séð vinnsluferli hákarls og fengið að smakka þennan forna rammíslenska mat. „Verkunin hjá mér kemur fyrst og fremst til af áhuga og það væri gaman að geta í framtíðinni stundað veiðar líka en slíkt er meira fyrirtæki. Ég gerði tilraun með að leggja línu í vor en fékk ekkert á hana þá þannig að ég verð að treysta á að fá hráefni frá togurunum. Það hefur að vísu verið erfitt að fá hrá- efni en þó held ég að menn séu í aukn- um mæli farnir að hirða hákarlinn þeg- ar hann kemur í veiðarfærin. Enda er það eðlilegt þegar næg eftirspurn er eftir honum," segir Lúðvík. Enginn aufúsugestur í trollin Á árum áður stundaði Lúðvík sjó- mennsku, byrjaði á sínum tíma á síðu- togaranum Norðlendingi frá Akureyri og þar sá hann í fyrsta skipti hákarl. „Viö vorum ekkert hrifnir af því á þeim árum að fá hákarla í veiðarfærin því þau voru ekki eins sterk og í dag og vildu því rifna við atganginn," segir Lúðvík. Fyrir nokkrum árum byrjaði Lúðvík að vinna í saltfiskverkun hjá Útgerðar- félagi Akureyringa og þar var verkaður hákarl. „Þarna fékk ég áhugann og þeg- ar svo ÚA hætti með hákarlsverkunina fór ég að huga aö því að halda þessari verkum áfram í bænum. Ég verkaöi töluvert árið 1995 en það var erfiðara að fá hráefni í fyrra en ég vona aö úr því rætist," segir Lúðvík. Herramannsmatur eða óæti? Hákarlaverkendur eru vítt og breitt um landið og kannast margir við hákarla- verkunina í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem er stór verkun. Markaðurinn fyrir hákarl er töluverður og salan nær að sjálfsögðu hámarki þegar þorrablót standa sem hæst. Aðspurður um tengingu hákarla- verkunarinnar við ferðaþjónustuna seg- ist Lúðvík finna að áhuginn sé fyrir hendi. „Auðvitað er það þannig með útlendingana eins og okkur íslendinga að sumum finnst þetta gott en aðrir kúgast bara og vilja ekki sjá þetta. Ég hef á tilfinningunni að það væri hægt að tengja þetta ferðaþjónustunni á skemmtilegan hátt og veit til þess að árlega kemur margt fólk að skoða verk- unina í Bjarnarhöfn og ekki síður til að smakka á." - Og er þá ekki skilyrði að með fylgi tár af íslensku brennivíni? „Jú," svarar Lúðvík og hiær við. „Það held ég að fylgi alltaf með." Aðferðin alltaf leyndarmál í gegnum tíðina hefur jafnan hvílt mik- ill leyndardómur yfir hákarlaverkun á íslandi og Lúðvík kannast við þá sögu en segir að líkast til hafi þetta talsvert með sérvisku manna að gera. „Ég held að þegar upp er staðið þá sé aðeins ein aðferð við þetta, þ.e. að láta hákarlinn úldna. Hákarlinn er kæstur í körum eða kössum og áður fyrr var þetta grafið frammi í malarkambinn en það er dottið upp fyrir núna. Auðvitað er mikil og sterk lykt meðan á kæs- ingunni stendur en hún venst." 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.