Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 20
Gott ár hjá sölu-
fyrirtækjunum
íslenskar
v sjávaraf urðir y
®
Tölur um sölu og útflutning hjá íslenskum sjávar-
afurðum hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sýna
að nýliðið ár kom vel út og hjá báðum fyrirtœkjum er
talað um metár.
Samkvæmt bráðabirgðatölum yfir
framleiðslu og útflutning mun árið
1996 vera metár í rúmlega hálfrar aldar
sögu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Heildarframleibsla SH-húsa fyrir
SH á íslandi var tæplega 124.000 tonn
en hún hefur mest orðið 117.000 tonn
árið 1994. í samanburði við 1995 er um
14% aukningu að ræða á milli ára. Ef
litið er til einstakra afurðategunda er
aukningin mest í framleiðslu lobnu-
afurða en framleiðsla á síðasta ári var
rúmlega 26.000 tonn sem er um 152%
aukning á milli ára. Framleiösla á síld
jókst um 70% 1996. Fór úr tæpum
4.500 tonnum í rúm 7.500 tonn. Einnig
varð mikil aukning í framleiðslu á
rækjuafurbum sem fór úr tæpum 9.000
tonnum í tæp 13.000 tonn. Nokkur
samdráttur var í framleiðslu á botnfiski
og munar þar mest um 24% samdrátt í
framleiðslu á ýsu og 11% samdrátt í
framleiðslu á þorski. Heildarsala SH var
um 123.500 tonn í samanburði við
111.000 tonn árib 1995 sem er metsala
í magni.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var
eftir árið 1996 komið í hóp stærstu
söluaöila á karfa, loðnu og grálúðu í
heiminum. Athyglisvert er hversu Asíu-
skrifstofan er orðin stór með um 41%
hlutdeild í útfluttu magni.
SEGULL HF.
Nýlendugötu 26
Sími: 551 3309
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viðgeróir í bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútvég tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.
Heildarsöluaukning
ÍS yfir 40%
Heildarsala íslenskra sjávarafurða nam
á síbasta ári rúmlega 21 milljarði króna
og var aukningin 41,5% frá árinu 1995.
Heildarmagn frystra sjávarafurða nem-
ur 133.700 tonnum en það svarar til
nálega 99% af heildarframleibslu ársins
og innan ÍS telja menn það nánast
þrekvirki hjá söluliöi íyrirtækisins að ná
viðlíka jöfnuði á milli sölu og
framleiðslu, ekki síst þegar litið
sé til þess að framleiðslan
meira en tvöfaldaðist á milli
áranna 1995 og 1996.
Framleiðsla og sala frystra
sjávarafurða á vegum ÍS varð á
árinu 1996 meiri en nokkru
sinni fyrr. Aukning hjá fram-
leibendum ÍS varð 109%. Á
Islandi voru framleidd rúm 72
þúsund tonn og jókst fram-
leiðslan hérlendis um 22%
milli ára. Framleiösla erlendis
var 63 þúsund tonn og jókst
um yfir 57 þús. tonn milli ára.
Af þessum tölum má greini-
lega sjá þann þunga sem kem-
ur inn í rekstur ÍS meb samn-
ingi fyrirtækisins við rússneska
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið UTRF á Kamtsjatka.
20 ÆGIR