Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 6

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 6
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra: Ægir í 90 ár Vissulega er allt breytingum und- irorpið. Þær breytingar sem orð- ið hafa í íslenskum sjávarútvegi, þau 90 ár sem Ægir hefur flutt fréttir af þeim vettvangi, eru hins vegar svo stórfelldar að það er erfitt að með- taka í einni svipan. Níutíu ár eru ekki langur tími í veraldarsögunni en fyrir 90 árum var varla hægt að tala um sjávarútveg hér á landi. Að- eins þremur árum áður en Ægir kom fyrst út, eða árið 1902, varð Árni Gíslason fyrstur til að vélvæða bát sinn „Stanley", sem hann gerði út frá ísafirði. Þær breytingar sem síðan hafa orðið fram undir lok þessarar aldar, eru svo stórstígar að engu er líkara en þær séu bornar uppi af reginöflum náttúrunnar. Þeir kraftar sem þar búa að baki eru hugvit, kjarkur og þor þeirra sent við sjávarútveginn hafa starfað. Hér er ekki rúm til að rekja sögu breytinga á skipastól og veiðitækni en mig langar að víkja nokkrum orðum að þýð- ingu hafrannsókna og þeirri eðlisbreytingu sem það hafði í för með sér fyrir nýtingar- og fiskveiðistjórnun þegar veiðigetan, afkastageta fiskiskipaflotans, varð meiri en afrakstursgeta fiskistofn- anna. íslendingum varð snemma ljós nauðsyn þess að ganga ekki of nærri fiskistofnunum. Um það vitnar bar- áttan fyrir lokun Faxaflóa með vís- indalegum rökum og þau skref sem stigin voru við útfærslu landhelg- innar. Lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948 mörkuðu þar tímamót og urðu grundvöllur frekari útfærslu land- helginnar. Lengst af öldinni var það lögmál í gildi að aflann mætti auka með því einu að fjárfesta meira. Margir töldu að þegar íslendingar sætu einir að nýtingu 200 mílna efnahagslögsög- unnar yrði þar nægur afli fyrir alla. Þetta reyndist tálsýn. Veiðigetan var orðin það mikil að frjálsar og óheftar veiðar leiddu til ofveiði og óhagkvæmni og hrun hefði blasað við með alvarlegum af- leiðingum fyrir lífskjör á íslandi ef ekki hefði verið gripið til takmark- ana. Það var gert og veiðar hættu að vera frjálsar og urðu háðar leyfum. Þetta var alger grundvallarbreyting. Afleiðingar hennar eru oft ranglega taldar vera fylgifiskar ákveðinna að- ferða við fiskveiðistjórnun, en þetta er í raun sjálfstætt mál. Jafn brýnn áhrifavaldur á lífskjör þjóðarinnar og fiskveiðistjórnun er verður aldrei óumdeildur. Hér hefur þess verið freistað að nýta kosti frjáls markaðskerfis innan þeirra líffræði- legu takmarkana sem við blasa. Kerfi varanlegra og framseljanlegra ein- staklingsbundinna veiðiréttinda, byggt á veiðireynslu, hefur bæði stóraukið framleiðni í atvinnugrein- inni og auðveldað okkur að halda veiddu magni við hin fyrirfram ákveðnu mörk. Rekstrarafkoma hefur því batnað meira að segja á með- an við gengum í gegnum tímabil mikils niðurskurðar þorskaflaheimilda. Um leið sjáum við sterk teikn um það að sá mikilvægi stofn sé að rétta úr kútnum. Starfsumhverfi sjávarútvegsins hefur gert honum og sam- starfsgreinum hans kleift að ná þeirri stöðu að íslendingar eru leiðandi í heiminum á flestum sviðum sjávarútvegs. Ekki sem verst á 90 árum. Ægi og útgefanda hans, Fiskifélagi íslands, sendi ég góðar kveðjur á merkum tímamótum. „Starfsumhverfi sjávarútvegsins hefur gert honum og starfsgreinum hans kleift að ná þeirri stöðu að íslendingar eru leiðandi í heiminum á flestum sviðum sjávarútvegs." 6 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.