Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 37

Ægir - 01.09.1997, Side 37
„Trúnaðarmannakerfi Fiskifélagsins auðveldaði okkur útgáfuna” segir Már Elísson, fyrrverandi fiskimálastjóri og ritstjóri Ægis /á, vinnan við Ægi var alltafmikil en á þeim tíma sem ég kom að út- gáfunni var trúnaðarmannakerfi Fiskifélags íslands um allt land og það auðveldaði mjög alla söfnun upplýsinga enda voru þessir trúnað- armenn allir gjörkunnugir sjávarút- veginum í sínum heimabyggðum," segir Már Elísson, fyrrverandi fiski- málastjóri og ritstjóri tímaritsins Ægis. Már kom fyrst að störfum hjá Fiski- félaginu árið 1954 en þá var Lúðvík Kristjánsson að hætta ritstjórn Ægis. Már vann að verkefnum tengdum blaðinu, bæði þann tíma sem Davíð Ólafsson var fiskimálastjóri og eftir að Már tók sjálfur við því starfi. Hann kom því meira og minna við sögu Ægis fram til ársins 1983 þegar hann lét af störfum fiskimálastjóra og réðst sem framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs íslands. Már segir að margir góðir starfs- menn innan Fiskifélagsins hafi lagt hönd á plóg í vinnslu blaðsins en allir áttu sammerkt að sinna útgáfunni sem meðfram öðrum störfum. Þeirra á meðal var Ásgeir Jakobsson, rithöf- undur, Þórarinn Árnason, skýrslustjóri Fiskifélagsins, og Guðmundur Ingi- marsson sem sá um auglýsingamál lengi vel. Már segir einnig að hlutverk trúnaðarmannanna út um landið hafi verið að afla skýrslna og upplýsinga um afla í sínum heimabyggðum. Þetta starf trúnaðarmannanna var næsta launalítið þannig að Fiskifélagsfólk lagði mikið á sig fyrir félagið. Már Elísson, fyrrverandi fiskimálastjóri. „Tölvubyltingin hófst fyrr hjá Fiskifélag- inu en mörgum öðrum." Tölvukerfið skipti miklu máli „Starf trúnaðarmannanna gerði að verkum að við vorum komnir með bráðabirgðaskýrslur um fiskafla, verk- un afla og landanir eftir höfnum um tíunda hvers mánaðar. Og þessar bráðabirgðaupplýsinginar voru jafnan svo nákvæmar að það skeikaði aðeins fáeinum prósentum þegar upp var staðið," segir Már um vinnslu út- vegstalnanna sem hafa í gegnum tíð Ægis verið einn af grundvallarþáttum blaðsins. Tölvutækninni var töluvert öðruvísi farið á þessum tíma en er í dag en samt sem áður var Fiskifélagið mjög framarlega þegar sú tækni hóf að ryðja sér braut. „Tölvukerfi var sett upp hjá okkur á sjöunda áratugnum þannig að þessi bylting hófst fyrr hjá okkur en mörg- um öðrum. Við nutum þess að hafa með okkur skipaverkfræðinga sem komnir voru í störf hjá félaginu, þ.e. þá Auðunn Ágústsson og Emil Ragn- arsson en þeir höfðu kynnst tölvu- notkun í námi sínu í Kaupmanna- höfn. Að þessu kom einnig Jónas Blöndal, starfsmaður Fiskifélagsins, sem var góður stærðfræðingur auk þess að vera viðskiptafræðingur. Loks nutum við aðstoðar Júlíusar Sólnes, prófessors, og samanlagt skilaði þetta okkur miklum árangri í tölvuvinnsl- unni," segir Már. Allir lögðust á eitt Már leggur mikla áherslu á að sam- vinna starfsmanna og félagsmanna í Fiskifélaginu hafi miklu skipt við út- gáfuna. Á sama hátt og trúnaðarmenn félagsins hafi unnið út um land að söfnun skýrslna hafi aðrir skrifað greinar í blaðið en reynt hafi verið að gæta þess að efnið væri fjölbreytt. „Þetta var fólk sem var störfum hlaðið vegna annarra verkefna þannig að þegnskyldan var rík í mönnum. Það datt engum í hug annað en halda merki blaðsins og félagsins á lofti og ég tel að þarna á sjöunda áratugnum hafi okkur á margan hátt tekist að bæta stöðuna með því að komast inn á auglýsingamarkað fyrir blaðið er- lendis. Aðilar erlendis voru ekki óvanir að greiða mikið fyrir auglýsingar og þrátt fyrir að við hækkuðum verðið töluvert frá heimamarkaðnum þá þótti þessum aðilum ódýrt að auglýsa í Ægi. Þessar auglýsingar styrktu blaðið en ÆGm 37

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.