Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 37

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 37
„Trúnaðarmannakerfi Fiskifélagsins auðveldaði okkur útgáfuna” segir Már Elísson, fyrrverandi fiskimálastjóri og ritstjóri Ægis /á, vinnan við Ægi var alltafmikil en á þeim tíma sem ég kom að út- gáfunni var trúnaðarmannakerfi Fiskifélags íslands um allt land og það auðveldaði mjög alla söfnun upplýsinga enda voru þessir trúnað- armenn allir gjörkunnugir sjávarút- veginum í sínum heimabyggðum," segir Már Elísson, fyrrverandi fiski- málastjóri og ritstjóri tímaritsins Ægis. Már kom fyrst að störfum hjá Fiski- félaginu árið 1954 en þá var Lúðvík Kristjánsson að hætta ritstjórn Ægis. Már vann að verkefnum tengdum blaðinu, bæði þann tíma sem Davíð Ólafsson var fiskimálastjóri og eftir að Már tók sjálfur við því starfi. Hann kom því meira og minna við sögu Ægis fram til ársins 1983 þegar hann lét af störfum fiskimálastjóra og réðst sem framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs íslands. Már segir að margir góðir starfs- menn innan Fiskifélagsins hafi lagt hönd á plóg í vinnslu blaðsins en allir áttu sammerkt að sinna útgáfunni sem meðfram öðrum störfum. Þeirra á meðal var Ásgeir Jakobsson, rithöf- undur, Þórarinn Árnason, skýrslustjóri Fiskifélagsins, og Guðmundur Ingi- marsson sem sá um auglýsingamál lengi vel. Már segir einnig að hlutverk trúnaðarmannanna út um landið hafi verið að afla skýrslna og upplýsinga um afla í sínum heimabyggðum. Þetta starf trúnaðarmannanna var næsta launalítið þannig að Fiskifélagsfólk lagði mikið á sig fyrir félagið. Már Elísson, fyrrverandi fiskimálastjóri. „Tölvubyltingin hófst fyrr hjá Fiskifélag- inu en mörgum öðrum." Tölvukerfið skipti miklu máli „Starf trúnaðarmannanna gerði að verkum að við vorum komnir með bráðabirgðaskýrslur um fiskafla, verk- un afla og landanir eftir höfnum um tíunda hvers mánaðar. Og þessar bráðabirgðaupplýsinginar voru jafnan svo nákvæmar að það skeikaði aðeins fáeinum prósentum þegar upp var staðið," segir Már um vinnslu út- vegstalnanna sem hafa í gegnum tíð Ægis verið einn af grundvallarþáttum blaðsins. Tölvutækninni var töluvert öðruvísi farið á þessum tíma en er í dag en samt sem áður var Fiskifélagið mjög framarlega þegar sú tækni hóf að ryðja sér braut. „Tölvukerfi var sett upp hjá okkur á sjöunda áratugnum þannig að þessi bylting hófst fyrr hjá okkur en mörg- um öðrum. Við nutum þess að hafa með okkur skipaverkfræðinga sem komnir voru í störf hjá félaginu, þ.e. þá Auðunn Ágústsson og Emil Ragn- arsson en þeir höfðu kynnst tölvu- notkun í námi sínu í Kaupmanna- höfn. Að þessu kom einnig Jónas Blöndal, starfsmaður Fiskifélagsins, sem var góður stærðfræðingur auk þess að vera viðskiptafræðingur. Loks nutum við aðstoðar Júlíusar Sólnes, prófessors, og samanlagt skilaði þetta okkur miklum árangri í tölvuvinnsl- unni," segir Már. Allir lögðust á eitt Már leggur mikla áherslu á að sam- vinna starfsmanna og félagsmanna í Fiskifélaginu hafi miklu skipt við út- gáfuna. Á sama hátt og trúnaðarmenn félagsins hafi unnið út um land að söfnun skýrslna hafi aðrir skrifað greinar í blaðið en reynt hafi verið að gæta þess að efnið væri fjölbreytt. „Þetta var fólk sem var störfum hlaðið vegna annarra verkefna þannig að þegnskyldan var rík í mönnum. Það datt engum í hug annað en halda merki blaðsins og félagsins á lofti og ég tel að þarna á sjöunda áratugnum hafi okkur á margan hátt tekist að bæta stöðuna með því að komast inn á auglýsingamarkað fyrir blaðið er- lendis. Aðilar erlendis voru ekki óvanir að greiða mikið fyrir auglýsingar og þrátt fyrir að við hækkuðum verðið töluvert frá heimamarkaðnum þá þótti þessum aðilum ódýrt að auglýsa í Ægi. Þessar auglýsingar styrktu blaðið en ÆGm 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.