Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 76

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 76
fl 90 ára .. Gjörbreyttur vinnslusalur ÚA kominn í gagnið: „Markmið okkar með breytingumim munu nástu segir Magnús Magnússon, forstöðumaður framleiðslu- og markaðssviðs Starfsstúlkur á nýrri flæðilínu í vinnslusal Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. Mikil breyting er orðin í vinnslusal fyrirtœkisins, komnar inn tvœr flceðilínu frá Marel, brauðunarvél fyrir karfaflök og fleira. Mynd: Páll A. Pálsson M'arkmiðið með þessum breyting- um er sérhœfing, að fínstilla alla vinnsluna og Itafa yfirsýn á hverjum degi yfir hvað við erum að fá út úr rekstrínum. Sérhœfing okkar í húsinu hér á Akureyri felst í bita- skurðinum en við ætlum okkur að verða íslandsmeistarar í bitaskurði. Og það sem við höfum séð affyrsta mánuðinum tel ég að segi okkur að markmiðin með breytingunum munu nást innari ekki svo langs tínta," segir Magnús Magnússon, forstöðumaður framleiðsiu- og markaðssviðs Útgerð- arfélags Akureyringa en síðsumars voru gerðar viðamiklar breytingar á bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Nýjungarnar sem við tókum upp með þessum breytingum var ný flæði- lína með einstaklingseftirliti, sjálfvirk- ar niðurskurðarvélar sem skera hraðar og nákvæmar, ný karfavél sem gefur okkur meiri afköst og nýtingu og dæl- ing á karfaflökum þar sem fiskurinn er í lokuðu kerfi og honum dælt í því innan hússins. Vinnsluaðferðirnar eru endurbættar þannig að tekin er inn hraðsnyrting á gullkarfa og sporð- skurður á bolfiski þannig að sporður- inn er tekinn af flakinu áður en það fer inn á snyrtilínu og fer síðan flýti- leið inn í lausfrystana. Þetta gefur okk- ur meiri afköst og hærra bitahlutfall. Loks er að geta brauðunar á karfaflök- um fyrir Þýskalandsmarkað en þetta eru fyrstu brauðuðu afurðirnar sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna selur héðan beint að heiman. Það eru því margir þættir sem hafa breyst frá því sem áður var," segir Magnús. Tvær nýjar flæðilínur frá Marel eru nú i vinnslusal Út- gerðarfélags Ak- ureyringa hf. og unnið er í tveimur lotum frá sjö á morgn- ana til sjö á kvöldin. Nýju línurnar skapa möguleika á einstaklings- bónus þar sem eftirlit er með hverjum og ein- um starfsmanni á flæðilínunni. Klæðskerasaumur fyrir viðskiptavinina „Við erum að nálgast meira unnin matvæli en áður. Fyrir breytingarnar vorum við að fullvinna afurðir fyrir ákveðinn markað en núna erum við að vinna fleiri vörutegundir fyrir breiðari markað. Við erum að vinna nánar með viðskiptavininum enda erum við að „klæðskerasauma" vöruna fyrir viðskiptavinina. Tengslin við þá eru stöðugt að aukast og þeir koma sínum séróskum beint til okkar. Fisk- vinnslan nýtir í auknu mæli tölfræði við að finna hagkvæmustu leiðina að framleiðslu háverðmætisvörum. í raun erum við að taka við þessari vinnu sem felst í niðurskurði flaka af þeim sem keyptu áður heil flök úr vinnslu á íslandi. Núna erum við að gera það sem gert var erlendis áður," segir Magnús. -Getum við leyst þetta verkefni bet- ur hér heima í húsunum en hægt var í framhaldsvinnslum erlendis? „Já, það held ég. Við erum með miklu meira magn, erum að beita hér nýjustu tækni með sjónflokkurum og sjálfvirkum niðurskurðarvélum. Stærð- in og magnið sem fer í gegn gerir það líka að verkum að það er hægt að fjár- festa í meiri búnaði til þessa verkefnis en t.d. lítil eldhús eða vinnslur erlend- is geta gert." Á undanförnum mánuðum hefur Útgerðarfélag Akureyringa komið á fót þróunardeild og ráðið matvælafræðing til vöruþróunar og verkfræðing til þró- unar á vinnslutækni. „Með þessu getum við lýst inni- 76 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.