Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 46

Ægir - 01.09.1997, Síða 46
 90 ára annað sé fest í sjávarútveginum og eitt af því er sjálft kvótakerfið. Fjárfesting almennings og kvótakerfið er jrannig orðið samtvinnað hvort öðru. Fram- undan tel ég vera að starfsfólki í greininni muni sjálfsagt eitthvað fækka á næstu árum en ég sé einnig fyrir mér að meiri úrvinnsla þróist og að fullvinnslan muni skapa ný störf en tæknin muni samt leysa manns- höndina af hólmi í fjölmörgum tilvikum. Og þegar talað er um fjölda starfa í sjávarútvegi hér á landi þá er vert að hafa í huga að aðeins rúmlega 10% vinnuaflsins eru bundin sjávarútvegi en þessi 10% og það fólk sem sinnir þjónustu við sjávarútveginn skilar 75-80% tekna af vöruút- flutningi," segir Arnar. Hann segist gera sér fulla grein fyrir að á kvótakerfinu þurfi sífellt að gera einhverjar breytingar og menn sjái í hendi sér að vegna kvótakerfisins verði erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn í greinina. „Ef við hefðum ekki sett á kvótakerfið við þær aðstæður sem voru árið 1983 þá værum við í annarri stöðu í dag. Kerfið hefur sannað gildi sitt, ekki síst á undanförnum árum þegar menn hafa þurft að grípa til aðgerða til að hagræða í rekstri sínum. En það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem svona mikið verðmæti fór að myndast á bak við úthlutunina í kvótakerfinu en því má ekki gleyma að það er markaðurinn sjálfur sem býr til þetta verðmæti með því að verðleggja hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjunum svona hátt." Arnar bendir á að eitt af athyglis- verðum atriðum á síðari árum sé að starfsfólki í fiskvinnslu hér á landi hefur fækkað á 10 ára tímabili úr 10 þúsundum niður í tæplega 6 þúsund. Þetta tengist fyrst og fremst samdrætti í botnfiskaflanum, tæknivæðing kemur einnig við sögu og loks hefur flutn- ingur vinnslunnar út á sjó haft mikið að segja. Breyting á síðari árum er einnig tilkoma fiskmarkaðanna og hins frjálsa fiskverðs sem Arnar segir að hvort tveggja hafi orðið til þess að miðstýring stjórnvalda í afkomu- málum sjávarútvegsins hafi orðið óframkvæmanleg. „Þessa undanfarna áratugi hefur því breytingin verið gífurleg. í upphafi aldarinnar, nákvæmlega þegar Ægir byrjaði að koma út, voru vélbátarnir að koma, sjávarplássin að byrja að byggjast upp og í kjölfarið komu mörg stór skref fram á við í þróuninni og sem betur fer er ekki séð fyrir endann á henni. Við höfum því tvímælalaust verið að ganga götuna til góðs." Sævar Gunnarsson formaður Sjómanna- sambands íslands: „Hvalamálið það eina þar sem okkur hefur borið afleið “ „Jú, ég tek undir að við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg í öllum skilningi hvað varðar íslenskan sjávar- útveg síðustu 90 árin. Það hefur margt breyst á þessum tíma og bara á þeim tíma sem ég man þá hafa orðið gríðar- legar sveiflur en á sama tíma endalaus framþróun. Ég er þeirrar skoðunar að við séum á réttri leið, við þurfum að stýra veiðum þó að aftur sé til staðar ágreiningur um með hvaða hætti stýr- ingin eigi að vera. Mér finnst verndun- arsjónarmiðið ráða mestu, þ.e. að fiski- stofnarnir verði byggðir upp þannig að við getum lifað af þeim í framtíðinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú í mínum huga," segir Sævar. Hann bendir samt á að merkilega mörg atriði varðandi hafið í kringum landið hafi íslendingar ekki vitneskju um. „Við vorum að veiða fram yfir 1980 á bilinu 350 til 450 þúsund tonn af þorski á ári og allt virtist vera í himna- lagi. Þetta gengur ekki núna og ég velti til dæmis fyrir mér hvaða skýringar kunni að vera á því að klak skuli mis- farast í 10 ár. Það hlýtur að vera eitt- hvað viðvíkjandi náttúrunni, hvort sem breytingar eru af manna völdum eða ekki. Sömuleiðis staldrar maður við sveiflurnar í síldinni. Hún var gríð- arlega mikil á fimmta áratugnum, hvarf á þeim sjötta og svo var sjöundi áratugurinn toppur en síðan hvarf síld- in aftur en er enn að ná sér á strik. Loðnan hefur líka verið sveiflukennd en var ekki veidd fyrir 1967-68 að neinu marki. Á 10 ára fresti hrinur hún án nokkurra skýringa þannig að af þessu má sjá að við erum langt frá því að ráða við alla hluti í sjónum í kring- um okkur. En við eigum að stýra þess- um málum, stjórna því sem við tökum úr fiskistofnunum en ég vil staldra við það atriði sem við höfum trassað á undanförnum árum. Þetta eru hval- veiðarnar. Við hreinlega verðum að taka okkur á og skilja að við getum ekki verið í samkeppni um afla við hval sem ekkert er veiddur og nýttur. Við verðum að manna okkur upp í hvalveiðar áður en hvalurinn étur okk- ur út á gaddinn. Við verðum að reka áróður fyrir því að hvalveiðar verði að hefja hér við land til að raska ekki jafn- væginu í stofnunum í hafinu. Og sú umræða að ekki sé hægt að veiða hval á sama tíma og hvalaskoðunarferðir njóta vaxandi vinsælda er mesti mis- skilingur. Að mínu mati erum við í þessu máli á rangri leið en um flest annað höfum við gengið götuna til góðs í sjávarútveginunr síðustu áratug- ina." Sævar segir starf íslenskra sjómanna hafa gjörbreyst á undanförnum áratug- um og þegar komið er að aldamótum er líka við hæfi að spá fyrir um sjó- mannslíf á nýrri öld. 46 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.