Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 8

Ægir - 01.09.1997, Side 8
Sjómannaalmanak Fiskifélags íslands í vinnslu: Níu af hverjum tíu ánægðir með Sj ómannaalmanakið Viðhorf þeirra sem nota almanak Fiskifélags íslands Líkar sæmilega 12% 88% Eins og glögglega má sjá eru notendur almanaks Fiskifélags íslands ánægðir með bókina. ATíu af hverjum tíu skipstjórnar- 1 \ mönnum eru ánægðir með Sjó- mannaalmanak Fiskifélags íslands, sem út kemur í 73. sinn í lok þessa árs. Tveir af hverjum þremur skip- stjórnendum notast við Sjómanna- almanak Fiskifélagsins í starfi sínu. Greinilegt er að þeir stjórnendur á landi og sjó sem nota Sjómannaalm- anakið eru mun ánægðari með það en þeir sem notast við önnur almanök. Þetta kom m.a. fram í ítarlegri við- horfskönnun sem gerð var í lok sum- ars meðal skipstjórnarmanna. í úrtak- inu voru 200 skip og bátar sem valin voru af handahófi úr skipaskrá Fiskifé- lagsins. Könnunin var gerð af Athygli ehf., sem annast útgáfu Sjómannaalm- anaksins og Ægis fyrir hönd Fiskifé- lagsins. í könnuninni kom fram að tveir af hverjum þremur skipstjórnendum nota almanak Fiskifélags íslands en fjórðungur þeirra notast við almanak frá Skerplu. Um 15% skipstjórnenda nota bæði almanökin. Þeir sem nota almanak Fiskifélags- ins eru mun ánægðari með sitt alman- ak en þeir sem nota önnur almanök. Níu af hverjum tíu notendum Fiskifé- lagsalmanaksins eru ánægðir með það. Tólf af hundraði þeirra segist líka sæmilega við það en enginn sagðist vera óánægður með almanak Fiskifé- lagsins. Helmingur þeirra sem notar annað almanak líkar sæmilega við sitt. Hinn helmingurinn skiptist nokkuð jafnt á milli þeirra sem líkar illa og vel við sitt almanak. Svipaðar niðurstöður koma fram þegar menn voru spurðir um hvernig þeim líkaði við kaflaskiptingu þess almanaks sem þeir nota. Allflestir not- endur Sjómannaalmanaks Fiskifélags fslands eru ánægðir með hvernig því riti er kaflaskipt. Einungis einn af Markaðshlutdeild sj ómannaalmanaka N ot a bæði 15% Aðrir ■ \ Fiskifélag 26% H 59% Meirihluti skipstjórnenda notar aðeins almanak Fiskifélags ísland en 15% aðspurðra sögðust nota bceði almanökin. 8 Mcm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.