Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 12

Ægir - 01.09.1997, Síða 12
að mynda var áberandi að á Vestfjörð- um náðu menn sér vel á strik og það er á þessum eftirstríðsárum sem grunnurinn er lagður að veldi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Það gekk líka vel hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi en hann var ákaflega greindur og athugull maður í sínum rekstri," segir Lúðvík. -Voru þetta dugnaðarmenn frá náttúrunnar hendi? „Já, þessir menn eins og Einar Guðfinnson, Haraldur Böðvars- son, Ingvar Vilhjálmsson og fleiri og fleiri áttu allir sammerkt að byrja með tvær hendur tómar og ná að vinna sig upp," svarar Lúðvík og bætir við að í kjölfar þessara manna hafi svo komið aðrir dugnaðarforkar sem enn eru við stjórnvölinn í sjávar- útveginum í dag, t.d. Aðalsteinn Jóns- son, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Nei, þessir menn fæddust ekki með silfurskeiðar í munni heldur urðu að vinna sig upp. Umhverfið í sjávar- útveginum í dag er aftur á móti gjör- breytt því sem var á eftirstríðsárunum og bæði má finna atriði sem þróast hafa til hins verra eins og til hins betra," svarar Lúðvík þegar hann er beðinn að bera saman blómatímann eftir stríð og sjávarútveginn í dag. Hann segist ekki neita því að margt sé líkt með forkólfunum um miðja öld- ina og mörgum þeim ungu mönnum sem standi i eldlínunni í sjávarútveg- inum í dag. Dugnaðurinn einkenni alltaf frumkvöðla og hvergi sé slakað á til að ná árangri. „Það þýðir ekki fyrir neinar liðleskjur að fara út í svona lag- að ef ná á árangri," segir Lúðvík sannfærandi. Gott að fólk tengist sjávarútvegi Lúðvík telur að á vissan hátt kunni bót að vera að breyttu eignarhaldi fyr- irtækja þegar dreifð eignaraðild hluta- félaganna hefur leyst mörg fjölskyldu- fyrirtækin af hólmi. Ekki sé ástæða til að líta neikvætt á þessa breytingu. „Að sumu leyti kann þetta að vera til góðs. Það er alveg nýtt fyrir okkur að almenningur leggi peninga fram í útgerð með hlutabréfakaupum. Þetta sýnir að almenningur hefur trú á þess- um atvinnuvegi og það þarf ekki að „Les Ægi upp til agna í hverjum mánuði. “ orða hvaða þýðingu greinin hefur fyrir þjóðarbúið. Þessu til viðbótar er það vitanlega mikils virði að fleira fólk tengist greininni böndum á einhvern hátt," segir Lúðvík. „Vel má vera að í kringum kerfið okkar sé viðskiptabrask og það er ekki allt hollt í kringum kvótaviðskiptin. En það er alls ekki nýtt að menn eigi viðskipti í sjávarútvegi á íslandi," bætir hann við. Lúðvík deilir áhyggjur með mörg- um samlöndum sínum af þeirri þróun að vinnsla færist í miklum mæli úr landi og út á sjó. „Nei, mér finnst þetta engan veginn gott en það hlýtur að vera að því stefnt að þannig verði gengið frá íslenskum sjávarafurðum hér á landi í framtíðinni að þær verði tilbúnar í pottinn eða á pönnuna. Með því eykst auðvitað vinnan við úr- vinnsluna. Umræðan um þetta atriði hófst hér á landi fyrir löngu síðan og menn töldu að þannig yrði framtíðin og þróunin varðandi vinnsluna á fisk- inum." Hundrað krónur f mánaðarlaun Útgáfa hefur ekki alltaf verið dans á rósum á íslandi og stundum sagt að þeir sem í slíku standa séu trúir hug- sjónum sínum. Lúðvík segir að barátt- an hafi oft verið erfið og á meðan hann ritstýrði Ægi kom Sjómanna- blaðið Víkingur til sögunnar og það létti ekki róðurinn við að fá menn til að skrifa í blaðið. „Eftir að Víkingurinn kom þá átti ég erfitt með að fá menn til að skrifa í Ægi. Ég varð að gera það að miklu leyti sjálfur, annað hvort skrifa eða þýða en samt hékk ég nú við þetta í 18 ár. Jú, jú það má segja að þetta hafi verið gert af ódrepandi áhuga," segir Lúðvík og hlær dátt. „Ég held að menn séu alltaf áhugasamir sem starfa í kringum sjávarútveginn. Þannig er þessi grein," bætir hann við. Lúðvík segir að síðari árin hafi hann ferðast töluvert um landið vegna vinnu sinnar en þá var hann líka byrj- aður að viða að sér efni í ritverkið is- lenska sjávarhætti. „Blaðvinnslan var á þessum tíma allt önnur en er í dag - engin segulbönd eða þess háttar. Fyrstu árin sem ég var við Ægi var hann prentaður í Gutenberg og hand- settur þar. Friðfinnur Guðfinnsson, leikari, handsetti blaðið á þessum árum og þetta tók langan tíma í vinnslu. En ég man að vinnan við blaðið var mikil og tímakaupið var ekki hátt. Fyrsta árið sem ég var við Ægi þá var kaupið 100 krónur á mán- uði fyrir að koma út blaði en það þótti afskaplega lítið. En ég vildi ekki setja mig á háan hest með kaup til að byrja með og það hækkaði svo þegar frá leið. En ég kenndi líka með þessu, bæði á námskeiðum Fiskifélagsins og í barnaskóla." Umfjöllun um sjávarútveg er mikil í fjölmiðlum á fslandi og það þykir Lúðvík ekkert óeðlilegt. Greinin hafi svo mikla þýðingu fyrir þjóðina að fyllsta ástæða sé til að fjalla mikið um hvað er að gerast í greininni. „Ég hef mjög gaman af því að fá Ægi í hverj- um mánuði og les hann allan. Og svo les ég alltaf sjávarútvegsumfjöllun í Morgunblaðinu og hlusta á Auðlind- ina í útvarpinu," segir Lúðvík Krist- jánsson, ritstjóri tímaritsins Ægisum 18 ára skeið. 12 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.