Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 29
íslenskir sjómenn í landlegu.
Mynd: Jón&Vigfus/Minjasafiiið á Akureyri
þorp, sem byggðust öðru fremur á vél-
bátaútgerð.
Svipuð dæmi mætti nefna víðar af
landinu, en enginn efi leikur á því, að
vélbátaútgerðin gjörbreytti á skömm-
um tíma útgerðarháttum og byggða-
þróun víða um land. Vélbátar voru
gerðir út frá flestum sjávarplássum, og
þar sem útgerðin var blómlegust, fjölg-
aði fólki og atvinna jókst. Á öðrum
stöðum, ekki síst á Norður- og Austur-
landi, var útgerðin hins vegar aðeins
stunduð á tilteknum árstímum, en út-
vegsmenn sendu báta sína tii róðra í
fjarlægum landshlutum á vetrarvertíð.
Var t.d. mikið um að norðlenskir, vest-
firskir og austfirskir bátar reru úr Sand-
gerði og Vestmannaeyjum á vertíðinni,
svo aðeins sé getið tveggja stórra ver-
stöðva. Heima sátu konur, börn og
þeir, sem ekki fóru á vertíð, og var oft
dauft yfir atvinnulífi ýmissa sjávar-
plássa á meðan bátarnir voru í burtu.
Allt um það, leikur vart á tvennu, að
vélbátaútgerðin hafði margvísleg já-
kvæð áhrif og bætti mjög hag fólks við
sjávarsíðuna víða um land. Og þegar á
allt er litið, hafði vélbátaútvegurinn
mikil og djúpstæð áhrif á þróun byggð-
ar og sjávarútvegs á fyrstu áratugum
aldarinnar. Margar fornar verstöðvar
lögðust að sönnu af með tilkomu vél-
bátanna, en þegar á heildina er litið,
verður ekki annað sagt en að vélbáta-
útvegurinn hafi skotið nýjum stoðum
undir byggð í fjölmörgum sjávarpláss-
um.
Útgerð gufuknúinna botnvörpu-
skipa, togara, var annar meginþáttur
vélvæðingarinnar í íslenskum sjávarút-
vegi, en áhrif hennar á atvinnu- og
byggðaþróun voru öll önnur en vél-
bátaútgerðarinnar. Togaraútgerðin var
að mestu bundin við tvær hafnir við
Faxaflóa, Reykjavík og Hafnarfjörð, og
átti mikinn þátt í vexti og viðgangi
þessara tveggja staða allt tímabilið frá
aldamótum og fram að síðari heims-
styrjöld. Undir lok 19. aldar og í upp-
hafi þeirrar 20., var Reykjavík mesti
skútubær á landinu og jókst atvinna í
bænum mikið er þilskipaútgerðin fékk
á fæturna. Með tilkomu togaranna
efldist atvinnulífið enn og fólk tók að
streyma til útgerðarbæjanna við Faxa-
flóa, og þó einkum til Reykjavíkur, í at-
vinnuleit.
Með vélvæðingunni jókst sókn ís-
lenska fiskiskipaflotans að mun og afl-
inn, sem á land barst, margfaldaðist.
Vélbátarnir sóttu sjó á hefðbundnum
vertíðum og stunduðu einkum línu- og
REVTINGUR
Misjöfn útkoma hjá
sj á var útvegsfyrirtækj um
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækj-
anna á fyrri helmingi ársins er af-
skaplega misjöfn. Flest fyrirtæki
hafa nú kunngert afkomuna á fyrstu
sex mánuðunum og kemur ekki á
óvart að fyrirtæki sem byggja veru-
lega á veiðum og vinnslu uppsjávar-
fisks eru að skila góðri afkomu.
Sfldarvinnslan í Neskaupstað skil-
aði rösklega 250 milljóna króna
hagnaði á tímabilinu og hjá
Granda/Faxamjöli var afkoman 30%
betri en á sama tímabili í fyrra, þ.e.
300 milljónir í hagnað. Haraldur
Böðvarsson á Akranesi hefur einnig
náð góðu út úr sínum rekstri í ár því
fyrstu sex mánuðina var hagnaðurinn
208 milljónir.
Af öðrum fyrirtækjum má nefna
Jökul hf. á Raufarhöfn með 126
milljóna króna hagnað, Loðnuvinnsl-
una á Fáskrúðsfirði með 35 milljóna
hagnað, Þormóð ramma-Sæberg með
186 milljóna króna hagnað, Tanga hf.
á Vopnafirði með 50 milljóna hagnað
og SIF með 94 milljóna hagnað.
Sömuleiðis er mikill bati hjá
Fiskiðjunni Skagfirðingi frá fyrra ári.
En það voru ekki allir sem sáu svo
uppörvandi tölur í sínu bókhaldi eft-
ir sex mánuði af árinu. Útgerðarfélag
Akureyringa tapaði 155 milljónum,
Árnes hf. tapaði 45 milljónum,
Islenskar sjávarafurðir töpuðu 33
milljónum og Skagstrendingur
tapaði 191 milljón króna.
AGÍR 29