Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 30
UM SJÁV^p 90 ára Hér má sjá vimmbrögð fyrrí tíma. Tœkin og aðstaðan hafa breyst en þá, eins og nú, var lögð áhersla á að vanda til meðferðar hráefhis. Hér er verið að ísa í síldarþrcer. Mynd: Jón&Vigfús/Minjasafiiið á Akureyri netaveiðar. Mestur hluti aflans á vetrar- og vorvertíð fór í salt og var seldur á hefðbundna saltfiskmarkaði íslendinga í Miðjarðarhafslöndum. Togarar voru á þorskveiðum á vetrarvertíð og var rnestur hluti afla þeirra verkaður í salt, en á haustin var algengt að togara- menn ísuðu afla sinn um borð og flyttu hann þannig á erlenda markaði, eink- um í Bretlandi. ísfiskútflutningurinn var nýjung, sem hófst með tilkomu togaranna, og varð útgerðinni drjúg búbót. í kjölfar vélvæðingar fiskiskipaflot- ans hófst nýr þáttur í íslenskri útgerð- arsögu, síldveiðar á hafi úti. Síldveiðar höfðu verið stundaðar inni á fjörðum víða um land frá því á 19. öld, en þar var einkum um að ræða landnótaveiðar og mestur hluti aflans mun hafa farið í beitu. Sama máli gegndi um síldveiðar, sem reyndar voru með þilskipum á Faxaflóa á fyrsta áratug þessarar aldar. Með tilkoinu dekkbáta hófust hins veg- ar veiðar í herpinót í stórum stíl fyrir Norðvestur- og Norðurlandi á sumrin og jukust þær hratt, ekki síst á árum fyrri heimsstyrjaldar, en þá fékkst mjög gott verð fyrir íslenska saltsíld á Norð- urlöndum. Togarar hófu og snemma þátttöku í sumarsíldveiðum, og þegar kom fram um 1920 má segja, að ís- lenskur sjávarútvegur hafi hvílt á tveim meginstoðum: hefðbundnum bolfisk- veiðum og síldveiðum. Fyrstu 15-18 árin eftir upphaf vél- væðingar voru mikið velgengnisskeið í íslenskum sjávarútvegi. Aflinn jókst nánast ár frá ári og vel gekk að selja af- urðirnar. Saltfiskmarkaðirnir í Miðjarð- arhafslöndum voru traustir allt fram yfir lok fyrri heimsstyrjaldar, ísfisksalan til Bretlands var góð búbót og á Norð- urlöndum var mikil eftirspurn eftir ís- lenskri saltsíld og verðið hátt, ekki síst á fyrstu styrjaldarárunum. Skömmu fyrir upphaf styrjaldarinnar hófst vél- væðing í síldarvinnslunni, er Norð- menn reistu litlar síldarverksmiðjur á Siglufirði, og mun síldarlýsi fyrst hafa verið flutt utan frá íslandi árið 1911. Viðskiptasamningar, sem íslensk stjórn- völd gerðu við Breta á stríðsárunum, drógu nokkuð úr velgengni í sjávarút- veginum, ekki síst á árunum 1917- 1918, og sama máli gegndi um togara- söluna 1917. Engu að síður verður ekki annað sagt, en að sjávarútvegurinn hafi staðið sæmilega keikur að stríðslokum og flestir þeir, er að honum stóðu, munu hafa hugsað gott til glóðarinnar er friður kæmist á að nýju og heimsvið- skipti færðust í „eðlilegt" horf. Erfiðleikaskeið 1919-1939 En vonirnar, sem útvegsmenn ólu með sér við lok heimsstyrjaldarinnar urðu sér til skammar og þegar á heildina er litið, hlýtur tímabilið 1919-1939 að teljast lengsta og samfelldasta erfið- leikaskeið í íslenskri sjávarútvegssögu á þessari öld og er kannski helst að jafna við „litlu ísöldina", 1685-1704, þótt að- stæður væru ólíkar og orsakir erfiðleik- anna allt aðrar. Vandræðin hófust með „síldarkrakk- inu" árið 1919. Þá um sumarið aflaðist mikið af síld hér við land og í síldar- plássum var hvarvetna saltað sem aldrei fyrr. Um haustið reyndist síldin hins vegar lítt seljanleg á mörkuðum erlendis og stóðu hlaðar af íslenskum síldartunnum á hafnarbökkum í Kaup- mannahöfn fram á vetur. Þá mun megnið af síldinni hafa verið flutt aftur til íslands og henni hent. Ástæður þessa hruns voru margar, en þær helstar, að helstu markaðslöndin voru enn í sárum eftir ófriðinn og þei,r, sem vildu kaupa, voru ófærir um að greiða það verð fyrir síldina, sem ís- lendingar töldu viðunandi. Er og ljóst, að íslenskir útflytjendur, sem hlutu að teljast græningjar í slíkum viðskiptum, hafi ekki áttað sig á því, að eftirspurn hlaut að minnka og verð að lækka jafn- skjótt og friður kæmist á. Eins og vænta mátti, urðu margir útvegsmenn og síldarsaltendur illa úti vegna „sddarkrakksins" haustið 1919. Ýmis fyrirtæki, sem talin voru stöndug um mitt sumar 1919 hættu starfsemi, en önnur börðust í bökkum mörg næstu ár. Af bolfiskveiðum og vinnslu var í raun svipaða sögu að segja, þótt ekki yrðu atburðir með jafn afdrifaríkum og skjótum hætti á þeim vettvangi. Eftir að kom fram yfir 1920 reyndust mark- aðir í Miðjarðarhafslöndum lakari og ótraustari en verið hafði um langt skeið 30 ÆCilR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.