Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 39

Ægir - 01.09.1997, Page 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Magtíús Þór Hafsteinsson fyrir utan Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö þar sem hann leggur stund á rannsóknir samhliða kennslu. íslendingurinn Magnús Þór Hafsteinsson stundar veiðarfœrarannsóknir og kennir við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö: „Margir Norðmenn botna ekkert í frj álsræðinu í íslenskum sjávarútvegi“ jávarútvegsháskólinn í Tromsö í Noregi hefur fóstrað marga þeirra sem starfa í íslenskum sjávarútvegi. Samhliða uppbyggingu háskólanáms á sviði sjávarútvegsfrœði hér heima hefur nemendunum þó farið fœkk- andi við skólann í Tromsö og hafa yf- irvöld skólans áhyggjur af þeirri þró- un. Þar á bœ er talið að íslensku nemendurnir hafi sett mjög jákvœð- an svip á skólann og komið með sjóti- armið inn í hann lír sínum bak- grunni í sjávarútvegi á íslandi sem hafi orðið til að víkka sjóndeildar- hring nemenda. En Islendingar eru ekki aðeins meðal nemenda skólans heldur og líka í liópi kennara. Einn þeirra er Magnús Þór Hafsteinsson, sem jafnframt kennslunni stundar veiðarfœrarannsóknir við skólann. Magnús Þór er 33 ára gamall Skaga- maður sem upphaflega hóf nám á fisk- eldisbraut við Hólaskóla efir að hafa kynnst sjómennskunni og fiskvinnslu- störfum. Eftir veruna í Hjaltadal hélt hann til háskólanáms í Noregi þar sem hann lauk námi í fiskeldis- og rekstrar- fræðum og síðan meistaraprófi í fiski- fræði frá Háskólanum í Bergen. Frá ár- inu 1994 hefur Magnús Þór starfað við sjávarútvegsháskólann í Tromsö en hann segir senn kominn tíma til að færa sig um set til íslands. í spjalli við Ægi segir Magnús Þór frá skólanum í Tromsö, sjávarútveginum í Noregi, veiðarfæratilraunum, talar um fisk- ÆGÍIU 39

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.