Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 40
\ ffS m ! g , mi' E l d-| E i H Sjávarútvegsháskólinn í Trotnsö er óneitanlega giæsilegur. Margir íslendingar hafa verið við nám í sjávarútvegsfrœðum við skólann í Trotnsö en nú hefur eftirspurn frá íslandi greinilega minnkað og Itafa skólayfirvöld afþví áhyggjur. veiðideilur við Norðmenn og það við- mót sem hann verði var við hjá Norð- mönnum í garð íslendinga. Breitt nám sem nýtist víða „Sjávarútvegsútvegsháskóli Noregs í Tromsö er í raun sjálfstæð stofnun innan Háskólans í Tromsö á þann hátt að skólinn hefur eigin rektor og eigin yfirstjórn. Um 600 nemendur stunda nám við skólann, og starfsmenn eru tæplega 200 talsins. Skólanum er skipt í sex stofnanir, þ. e. sjávar- og vatnalíf- fræðistofnun, stofnun um nýtingu sjávarlífvera, félags-og markaðsfræði- stofnun, hagfræðistofnun, lífefna- fræðistofnun og sjávarútvegstækni- stofnun. Námið er fimrn ár og endar í meistaraprófi en nemendur verða að taka ákveðinn kjarna af kúrsum áður en þeir fara inn á sérsvið. Siðan þegar eitt og hálft ár er eftir þá getur fólk far- ið að sérhæfa sig og velja sér lokaverk- efni innan ákveðins geira. Til dæmis geta þeir sem hafa áhuga á hagfræði valið viðfangsefni á því sviði, en þeir sem eru meira félags- eða líffræðilega 40 ÆGIR --------------------------- sinnaðir taka eitthvað í sambandi við félagsfræði eða líffræði. í heild er þetta nám mjög fjölþætt og hér fá menn menntun í grunnfögum og síðan fá menn líka kennslu í fiskifræði, mark- aðsfræði, rekstrarfræði, félagsfræði og fleiru. Breiddin er gífurleg og stundum er sagt í gríni að nemendur sem komi út úr skólanum kunni lítið um allt á meðan hefðbundið háskólanám er miklu sérhæfðara og menn kunna að námi loknu allt um lítið. Hér er verið að mennta fólk fyrir greinina sjálfa og það er mjög gott að námið sé víðtækt þegar um jafn fjölbreytt störf er að ræða innan greinarinnar eins og raun ber vitni. Það er alls ekki galið að mennta fólk á þennan hátt. Hér í Nor- egi hefur það verið tekið upp mjög víða að mennta fólk með styttra há- skólanámi með það fyrir augum að það geti farið beint út í atvinnuvegina sjálfa," segir Magnús Þór. Jákvætt að sjávarútvegsfræði- nám byggist upp heima á íslandi Sjávarútvegsháskólinn í Tromsö hefur starfað frá árinu 1972 og heldur upp á 25 ára afmæli í haust. Á þeim tíma hefur skólinn útskrifað tæplega 300 sjávarútvegsfræðinga. Þar af eru tæp- lega 30 íslendingar. Magnús Þór segir að framan af hafi verið mikið um að fólk úr skólanum hafi ráðist til opin- berra starfa en á síðari árum segir hann algengara að útskrifaðir nem- endur ráðist til einkafyrirtækja. „íslendingar voru mjög áberandi hér fyrir nokkrum árum en á síðustu árum hefur dregið mikið úr aðsókn þeirra. Sömu sögu er að segja um Fær- eyinga en Iíkast til hefur ástandið í sjávarútvegi heima fyrir dregið úr áhuga þar á náminu. Staðreyndin er líka sú hér í Noregi að aðsóknin að skólanum sveiflast mjög í takt við gengi sjávarútvegsins á hverjum tíma. Þannig er til dæmis metaðsókn að skólanum í ár og komast að miklu færri en vilja. Þetta kemur til af því að núna gengur vel í norskum sjávarút- vegi og þá finnst fólki sniðugt að fara í nám sem tengist greininni. Skýringar- innar á því að íslenskum nemendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.