Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 44

Ægir - 01.09.1997, Page 44
arnar. Magnús Þór segir samt að al- mennt virðist sjávarútvegurinn þar í landi í mjög föstum skorðum. „Síldin hefur verið vaxtarbroddur undanfarinna ára en þorskveiðarnar virðast vera í mjög góðu jafnvægi. Mér sýnist að Norðmönnum takist að halda landvinnslunni sæmilega gang- andi en þess verður stundum vart að það grípur um sig einhver flensa og þá tala menn eins og allt sé að fara norð- ur og niður. Yfirleitt er það um svipað leyti og vinnslan sest að samninga- borði við sjómenn um lágmark- fisksverð á fiski. Síðan heyrist ekkert í langan tíma. Norðmenn hafa aðgang að gríðarlega miklu hráefni fyrir land- vinnsluna, bæði af eigin skipum og frá Rússunum og það kann að hafa orðið til að halda henni betur gangandi. En það er orðið mjög langt síðan að hér hefur heyrst alvarlegur grátkór," segir Magn- ús Þór. Það er forvitnilegt að bera saman þær hræringar sem eru í íslenskum sjávarútvegi við þau viðhorf sem Norðmenn hafa. Á meðan íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki renna saman hvert á fætur öðru og til verða stærri og öflugri blokkir spyrna Norðmenn við fótum og líta slíkt hornauga. „Á íslandi er mikið frjálslyndi í þessum efnum. Hér er allt strángara, t.d. hvað varðar eignarrétt og hver megi eiga fyrirtæki og báta. í fyrra var fyrst leyft að færa kvóta á milli skipa en það er háð mjög ströngum skilyrð- um. Til að mynda er algerlega bannað að færa kvóta á milli fylkja og þar býr að baki hrein byggðastefna. Hér eru þau viðhorf að ekki megi taka kvótann frá fólkinu heldur skuli hann haldast í byggðarlögunum og þetta er ófrávíkj- anleg stefna. Það geta þess vegna ekki komið einhverjir sægreifar siglandi frá Ósló og hirt upp kvótann eins og þeim dettur í hug og flutt hann til Ósló. Slíkt er ekki framkvæmanlegt," segir Magnús. Kvótatilflutningur er aðeins leyfður á togurum og nótaskipum og til að mynda er útgerð skips aðeins heimilt að kaupa annað skip með kvóta og sameina á kvótann á einu skipi en leggja hinu um leið. Til viðbótar er þetta aðeins hægt ef skipin tilheyra sama fylkinu þannig að vandlega er girt fyrir tilflutning milli landssvæða. „Markmiðið er að draga úr fjölda fiskiskipa og auka hagkvæmni, en þetta hefur ekki 'verið leyft með minni bátana. Reglurnar hafa leitt til þess að verð á notuðum nótaskipum hefur rokið upp úr öllu valdi. Það að eiga nótaskip og rétt til kvóta er eign á við gull í Noregi í dag. Hins vegar hefur ekki enn komið upp umræða um brask með skip enda lítil hreyfing ver- ið á skipum þrátt fyrir að þetta sé leyfi- legt. Enda hefur arðurinn af útgerð nótaskipa í Noregi verið mjög góður undanfarin ár og menn vilja ekki láta skipin frá sér," segir Magnús Þór. Hleypa fjármagnsjöfrum ekki inn í norska sjávarútveginn Með ýmis konar álögum segir Magnús Þór að norska ríkið nái töluverðum tekjum af sjávarútveginum en hann segir að opinberir styrkir til greinar- innar séu mun minni en áður var. „Heima á íslandi er það orðin hálf- gerð þjóðsaga að norskur sjávarútveg- ur sé rekinn á bullandi styrkjum. Nú er það spurning hvað á að kalla styrki og hvað ekki. Menn hafa bent á að í staðinn hafi komið hagstæð lán og annað sem ekki teljist beinir styrkir og það kann vel að vera en styrkir sem einu sinni voru til staðar í greininni hér í Noregi þekkjast ekki í dag. Og menn fá að fara á hausinn, eins og alls staðar annars staðar ef þannig geng- ur," segir Magnús Þór. Hann segir mikinn mun á sjónar- miðum Norðmanna og íslendinga hvað varði frjálsræði í greininni. Norðmennirnir hristi flestir bara haus- inn yfir frelsinu á íslandi. „Þeim líst ekki á þróunina heima og telja heppi- legra að hafa ákveðna stjórn á hlutun- um. Hér fær ekki hver sem er að eiga og gera út fiskiskip. Með örfáum und- antekningum verða menn að vera sjó- menn til að mega eiga og gera út skip. Því eru það gjarnan fjölskyldufyrirtæki sem eru í útgerð og það er ekki fyrir- sjáanlegt annað en þetta fyrir- komulag verði við líði í Noregi í nánustu framtíð," segir Magnús. -Hlutabréfamarkaður og sjávar- útvegur eru þá ekki að tengjast böndum í gegnum útgerðar- og vinnslufyrirtæki í Noregi eins og er að gerast í vaxandi mæli á ís- landi? „Nei, alls ekki. Fyrirtækin eru of lítil fyrir hlutabréfamarkaði. Norskur sjávarútvegur er einfaldlega dauðhræddur við allt sem heitir stór- kapítalismi og Norðmenn eru mjög hikandi gagnvart öllum sem lykta af spákaupmennsku. Menn eru dauð- hræddir við að einhverjir fjármálajöfr- ar nái völdum innan greinarinnar. Til að mynda hafa menn hér verið gríðar- lega varfærnir gagnvart heimamann- inum Kjell Inge Rökke og vilja ekki hleypa honum langt inn í norskan sjávarútveg. Margir Norðmenn fylgjast með þróuninni heima og þeir telja að íslenskir útgerðarmenn og fjármálafyr- irtæki haldi um stjórnartaumana á ís- landi í krafti ítaka sinna í sjávarútveg- inum. Þetta viðhorf hefur maður mik- ið heyrt hér, ekki síst í umræðunni um Smugudeiluna. Þetta er skoðun margra þeirra Norðmanna sem á ann- að borð hafa kynnt sér íslenskan sjáv- arútveg," segir Magnús Þór. „Heima á íslandi er orðin hálfgerð þjóðsaga að norskur sjávarútvegur sé rekinn á bullandi styrkjum." 44 M3ÍU

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.