Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 50

Ægir - 01.09.1997, Page 50
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofmmar: M ,,sf i Hafrannsóknir og sj ávarútvegur l f?,g T Tpphaf hafrannsókna við ísland \J má rekja til ársiits 1878 er Danir sendti eftirlitsskipið Fyllu til sjórann- sókna við landið. Upp úr aldamótiiii- uiit öfluðu Danir síðan fyrstu fiski- frœðilegu vitiieskjuiinar um hrygn- ingu helstu nytjafiska og uin það leyti liófBjarni Saunuiidssoii eiitnig brautryðjendastarf sitt á sviði ís- lenskra haf- og fiskirannsókna. Árið 1931 hófust fiskirannsóknir á vegum Fiskifélags íslands og árið 1937 var Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans síðan komið á laggirnar. Árið 1965 tók Hafrannsóknastofnunin síðan við starfsemi Fiskideildarinnar. Frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar allt fram yfir miðjan áttunda áratuginn einkenndust rannsóknirnar jafnan af mikilli áherslu á beina að- stoð við veiðiflotann, þ.e. leit að nýj- um togaramiðum, síldar- og loðnuleit og rækju- og hörpudiskleit. Þetta starf, sívaxandi skipastóll og örar tækni- framfarir við veiðarnar ollu því að flestir nytjastofnar urðu brátt fullnýtt- ir og sumir ofveiddir. Skýrslur sem út komu á áttunda áratugnum um bágt ástand fiskstofna á íslandsmiðum leiddu síðan til mikillar umræðu um stjórn fiskveiða og hagkvæma nýtingu fiskstofna. Til þess að renna styrkari stoðum undir ráðgjöf um nýtingu fiskimiðanna sneri Hafrannsókna- stofnunin sér nú í vaxandi mæli að rannsóknum sem höfðu að markmiði að meta stærð og afrakstursgetu nytja- stofnanna. Frá árinu 1978 hefur Haf- rannsóknastofnunin síðan birt árlega skýrslu um ástand nytjastofna og lagt fram tillögur um hámarksafla úr helstu nytjastofnum. Lög um Hafrannsóknastofnunina voru endurskoðuð árið 1984 og innan stofnunarinnar varð ennfremur sú breyting á að starfseminni var skipt í tvö megin rannsóknasvið, þ.e. Sjó- og vistfræðisvið annars vegar og Nytja- stofnasvið hins vegar. Tvær stoðdeild- ir, Tækni- og Reiknideild og bókasafn eru einnig mikilvægir þættir starfsem- innar. Hafrannsóknastofnun rekur útibú á eftirtöldum stöðum; Höfn, ísafirði, Ólafsvík, Vestmannaeyjum og Akur- eyri þar sem starfsmenn vinna einnig við Háskólann á Akureyri og kenna við sjávarútvegsdeild skólans. Útibúin gegna mikilvægu hlutverki við gagna- söfnun og efla tengsl stofnunarinnar við sjávarútveginn. Þá hafa þau einnig forgöngu um rannsóknir sem snúa að þeim landshluta er þau þjóna. Tilraunaeldisstöð Hafrannsókna- stofnunarinnar að Stað við Grindavík tók til starfa árið 1988 og síðan þá hef- ur þar verið unnið að margvíslegum rannsóknum er tengjast eldi sjávarlíf- vera. Hafrannsóknastofnunin gerir út þrjú rannsóknaskip, Bjarna Sæmunds- son, Árna Friðriksson og Dröfn og tvo rannsóknabáta, Friðrik Jessen og Einar í Nesi. Stærri skipin eru öll komin til ára sinna og nýlega hefur stjóm stofn- unarinnar samþykkt tillögu um hvern- ig staðið verður að endurnýjun þeirra. Rekstrarkostnaður Hafrannsókna- stofnunarinnar var 802 millj. kr. árið 1995 (m.v. verðlag þess árs) og þar af var framlag á fjárlögum 629 millj. kr. Séu þessar upphæðir skoðaðar sem hlutfall af verðmætum útfluttra sjávar- afurða kemur í ljós að rekstrarkostnað- ur er um 0,96% af verðmætum út- fluttra sjávarafurða árið 1995 og fram- lag á fjárlögum 0,75%. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar eru um 150, þar með taldar áhafnir rann- sóknaskipanna. Hlutverk Hafrannsóknastofnunar Samkvæmt lögum er hlutverk Haf- rannsóknastofnunarinnar einkum þrenns konar: * að afla sem víðtækastrar vitneskju um hafið, sjávarbotninn og lífríki sjáv- ar. * að stuðla að hámarksafrakstri ís- landsmiða, auka fjölbreytni sjávar- fangs, og kanna áhrif umhverfis, veiða og annarra nytja á nytjastofnana. * að koma upplýsingum og ráðgjöf um auðlindina á framfæri við almenn- ing og stjórnvöld, landi og þjóð til heilla. Til þess að ná fram þessum mark- miðum fer meginhluti rannsókna- starfsins fram á tveimur rannsókna- sviðum í nánum tengslum við og með stuðningi frá stoðdeildum. Mikill hluti starfsemi Sjó- og vistfræðisviðs beinist 50 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.