Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 54

Ægir - 01.09.1997, Page 54
REVTINGUR Kynntu sér tölfræðimál í sjávarútvegi í Litháen Tveir af starfsmönnum Fiskifé- lags íslands, hagfræðingarnir Kirstín Flyenring og Brynhildur Benedikts- dóttir, fóru í byrjun september til Litháen ásamt Magnúsi S. Magnús- syni, skrifstofustjóra Flagstofu ís- lands, þar sem þau kynntu sér og veittu ráðleggingar varðandi vinnslu og söfnun tölfræðilegra upplýsinga í sjávarúvegi. Þetta verkefni er liður í aðstoð Evrópusambandsins við fyrr- um Sovétlýðveldi en þetta er í fyrsta skipti sem sendinefnd frá íslandi tekur þátt í þessum verkefnum fyrir Evrópusambandið og var það unnið í samstarfi Hagstofu íslands og Fiski- félags íslands. Hallgrímur Snorrason, hagstofu- stjóri, segir að fjölþætt stuðningsverk- efni Evrópusambandsins í fyrrum Sovétlýðveldum hafi staðið yfir und- anfarin ár en ákveðið var á sínum tíma að Efta-löndin sinntu sérstak- lega verkefnum í Eystrasaltslöndun- um. Hagstofustjórar þessara landa hafa komið hingað til lands og á næstunni kemur hagstofustjóri Lit- háen og á næsta ári kemur sendi- nefnd frá Litháen til að kynna sér sérstaklega tölfræðilega vinnslu ís- lendinga í sjávarútvegi. „Það er rnjög gaman að koma að þessu verkefni enda allt mjög ólíkt því sem við þekkjum hér heima. En framtíðin verður að skera úr um hvaða árangur verður af þessu," sagði Hallgrímur. 0 Rannsóknarskipið Bjarni Scemundsson hefiir þjónaö Hafrannsóknastofnun vel. Nú fer að líða að smíði nýs rannsóknarskips sem mun gjörbreyta allri aðstöðu til rannsókna úti á sjó. Mynd: Ólaftir S. Ástpórsson Suðurdjúpsrannsóknir. Markmið þeirra verður að afla sem víðtækastrar þekk- ingar um lífríki hafsvæðisins djúpt suður af landinu og á Reykjaneshrygg. Lögð verður áhersla á alþjóðlega sam- vinnu um þessar rannsóknir en auka þarf jafnframt allar rannsóknir utan lögsögu á stofnum sem kunna að þola umtalsverðar veiðar í framtíðinni, svo sem karfastofnum, norsk-íslenskri síld, smokkfiski og öðrum tegundum. Að lokum íslendingar gleyma því stundum að sjávarútvegurinn - þessi mikilvægi undirstöðuatvinnuvegur - byggist á veiði villtra dýrastofna. Engar aðrar sjálfstæðar þjóðir eru jafn háðar slík- um veiðum. Reynslan hefur sýnt að hagkvæmri nýtingu villtra stofna verð- ur ekki náð nema umfangsmikillar þekkingar sé aflað, bæði á þeim sjálf- um og því vistkerfi sem þeir þrífast í. Hagsæld íslensku þjóðarinnar mun í næstu framtíð sem hingað til ráðast að stórum hluta af því að vel takist til með stjórnun og skynsamlega nýtingu auðlinda sjávar. Þess er vænst að öflug starfsemi Hafrannsóknastofnunarinn- ar muni stuðla að því að svo verði. Grein þessi byggir á nýlegri skýrsln (Haf- rannsóknastofnun Fjölrit nr. 55) uni rann- sóknastarfsemi Hafrannsóknastofnunarinn- ar undanfarin ár og á nœstu áirum. 54 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.