Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 58
rannsóknir á skreið, rækju og humri
og verkun síldar og ýmsar rannsóknir
á hrognum. Ónefndar eru rannsóknir
varðandi bræðslu á síld, loðnu,
kolmunna og öðru hráefni. Þannig
hefur verið rannsakað hvernig nýta
megi hráefni betur, rotverja það fyrir
bræðslu og hvernig megi fá mjöl af
sem mestum gæðum. Þá hafði Rf
nokkur verkefni tengd líftækni og
notkun hennar í fiskvinnslu.
Til að stunda þessar rannsóknir og
veita þjónustu hefur stofnunin þróað
og aðlagað margskonar mælingar við
gæðamat á fiski.
Af nýrri verkefnum sem unnið hef-
ur verið að og líkleg eru til að skiia ár-
angri á næstu árum eru verkefni sem
tengjast ferskleikamati og þróun að-
ferða til að meta ferskleika fisks. Hér er
bæði um skynmat og rafrænar aðferðir
að ræða. Þá hafa verkefni sem tengjast
heilnæmi og útbreiðslu sýkla verið
áberandi og fyrirtæki nýtt niðurstöður
þeirra til að bæta vinnsluferli og verk-
lag, t.d. varðandi hreinlæti og þrif.
Verkefni sem tengjast útbreiðslu að-
skotaefna eru mjög mikilvæg fyrir ís-
lenska fiskvinnslu og þau verkefni sem
hafa verið í gangi og eru í gangi, auka
traust manna á íslensku sjávarfangi og
spara þannig framleiðendum verulegar
upphæðir sem þeir þyrftu annars að
kosta til með hverjum farmi.
Þá hafa sérfræðingar stofnunarinnar
tekið þátt í og skipulagt fjölda nám-
skeiða fyrir starfsfólk fiskvinnslunnar.
Eins og gefur að skilja skiia ekki öli
verkefni sýnilegum árangi, a.m.k. þeg-
ar litið er til skamms tíma. En það er
eðli og hlutverk vísinda og rannsókna
að spyrja spurninga sem ekki verður
svarað nema með því að nema ný
lönd, lönd sem ekki alltaf gefa af sér
eins og til var sáð.
Stofnunin hefur þróast úr rann-
sóknastofu í stofnun sem á seinustu
árum hefur vaxið með því að auka
hlut sértekna í tekjum. Sértekjur eru
sóttar til ýmissa sjóða svo sem Rann-
sóknasjóðs Rannsóknaráðs, Norræna
Úr starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hjörleifxir Einarsson segir í grein sinni
að stofhunin liafi þróast á undanfómum árwn úr rannsóknarstofu í stofnun sem afli sér
í vaxandi mœli sértekna með verkefhum.
Búist er við að stærri fyrirtœki með
sérmenntað starfsfólk óski í framtíðinni
eftir sérhœfðari og flóknari rannsóknum.
iðnþróunarsjóðsins og í sjóði Evrópu-
sambandsins.
Á liðnu ári voru gerðar skipulags-
breytingar á Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins sem m.a. er ætlað að gera
starfsemina markvissari og stofnunina
færari um að takast á við þau verkefni
sem framundan eru, en þau eru bæði
mörg og stór. Mikið hefur verið rætt
um hvernig fiskiðnaðurinn muni þró-
ast á komandi árum. Má þar nefna
aukna fullvinnslu afurða með nýtingu
alls hráefnis, framhaldsvinnslu á sjó,
nýjar (fyrir íslendinga) tegundir og
nýja markaði. Ekki má gleyma um-
hverfismálunum, svo sem veiðum og
vinnslu úr stofnum utan útrýmingar-
hættu, ómenguðu hráefni og vinnslu
sem skaðar ekki umhverfið. Þá verður
aukin áhersla á heilnæmi og öryggi
matvæla.
Þegar má sjá að fyrirtæki eru að
stækka og taka til sín fleiri þætti svo
sem þróunar- og sölumál. Þetta kallar
á breytingar í ýmsum ytri og innri
þáttum vinnslunnar. Auknar kröfur
munu verða gerðar til þekkingar og
færni allra sem við veiðar og vinnslu
starfa. Fram að þessu hafa fyrirtæki
verið áberandi í þjálfun almennra
starfsmanna og jafnvel stjórnenda.
Hlutur starfsfólks með háskólapróf
hefur þó aukist, ekki síst með tilkomu
Háskólans á Akureyri. Ljóst er að stór-
auka verður áherslu á kennslu fisk- og
annarrar matvælavinnslu í framhalds-
skólum ásamt raun- og náttúrufræði-
greinum og gera hlut þessara greina
ekki síður áberandi en félags- og um-
önnunargreinar og auka þannig sam-
keppnishæfni fiskvinnslunnar.
58 Mm