Ægir - 01.09.1997, Page 60
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
sér hlutverk sitt í þessum breytingum
og framþróun stórt. Rf tengir saman
skóla, stofnanir og fyrirtæki þannig að
hlutverk og starfshættir hvers og eins
fái að njóta sín og árangur allra verði
betri en ella. Stærri fyrirtæki með sér-
menntað starfsfólk munu vafalaust
leita eftir sérhæfðari og flóknari rann-
sóknum á meðan minni fyrirtæki
þurfa frekar almennar upplýsingar,
verklagsreglur og skjótar úrlausnir á
daglegum vandamálum. Þá hefur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
brugðist við kröfum viðskiptavina
sinna með því að sækja um faggild-
ingu á helstu þjónustumælingum
stofnunarinnar.
Við hlökkum því til að vinna með
íslenskri útgerð, fiskvinnslu og tengd-
um greinum að þeirri þróun sem í
hönd fer.
JRC AFTUR
Á ÍSLANDI
JMA-7000 JFV-250
JFS-80
JLN 627
Radartæki með eða
án Arpa og piotti
GMDSS
Dýptarmæiar
margar gerðir
Hringsónartæki
Lág- og hátíóni
StraumLogg
Vai um 3 dýpis-
skaia. 4 geislar
á 125 khz niður
á 400 m dýpi.
4 geisia dýptar-
mæiir
FJARSKIPTABUNAÐUR
INMARSAT A, B, C & M
NAVTEX 0G RADARSVARAR
VEÐURKORTARITAR
0G MÓTTAKARAR
VIÐURKENNDUR
BÚNAÐUR
' NCU710
MF/HF RADIO
EQUIPMENT
SSB, VHFOG UHF TALSTÖÐVAR
LEITIÐ UPPLYSINGA HJA RAFHUS
niMFHUS
FISKISLÓÐ 94 • REYKJAVÍK • SÍMI: 562 1616 • FAX 562 7366
xiivx
REVTINGUR
Mun meira af fiski frá
Færeyjum á markaði í
Bretlandi
Færeyingar hafa það sem af er
þessu ári flutt út mun meira en áður
af fiski á markaði í Bretlandi. Fyrstu
fimm mánuði þessa árs fluttu þeir út
nálega 17.000 tonn af ferskum eða
ísuðum fiski til Bretlands en það er
um helmingi meira en á sama tíma í
fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins
nam heildarinnflutningur Breta á
ferskum og frystum þorski samtals
um 35.000 tonnum. Mest var flutt
inn frá Noregi eða um 13.300 tonn
en innflutningur frá Færeyjum nam
12.650 tonnum og jókst um 4.700
tonn eða nálega 60%.
Skoskir sjómenn hafa kvartað
sáran undan löndunum færeyskra
skipa í skoskum höfnum og telja að
þær hafi valdið miklu verðfalli á
þorski og ýsu. Fiskverkendur í Bret-
landi vilja á hinn bóginn ekki heyra
á það minnst að reynt verði að
stemma stigu við þessum innflutn-
ingi. Evrópusambandið hefur reynt
sigla milli skers og báru og taka til-
lit bæði til sjómanna og framleið-
enda án þess þó að lausn hafi fund-
ist. Vegna umkvartana sjómanna í
Skotlandi fór Evrópuráðið fram á
það við Færeyinga nú í haust að þeir
reyndu að beina hluta af útflutningi
sínum á aðra markaði og forðast að
yfirfylla markaði í Skotlandi. Tals-
maður ráðsins viðurkenndi hins veg-
ar að ekki hefði tekist að sýna fram á
beint samhengi milli landana fær-
eyskra skipa og lágs verðs í skoskum
höfnum.
60 ÆGIR