Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 64
;^QVÍ SJÁV^Q
90 ára
Baldvin telur að íslendingar eigi sjálfir að
byggja upp vottunarkerfl fyrir sínar
sjávarafurðir. Mynd: jóh
gætu vottað landbúnaðarafurðir ekk-
ert síður en sjávarafurðir. Markmið
okkar á að vera að votta matvæli okk-
ar, bæði sjávarafurðir og landbúnaðar-
afurðir, í anda lífrænnar ræktunar sem
þýðir í huga neytenda vörumerki sem
tryggir að varan sé án aðskota- og
aukaefna, hún sé framleidd í sátt í um-
hverfið og gætt sé dýraverndar. Sam-
nefnarinn væri þá hollusta og að vör-
urnar séu ekki skaðlegar heilsu fólks
og umhverfinu."
„Eigum sjálfir að byggja upp
vottunarkerfi"
Vottun á sjávarafurðir hefur oft borið
á góma og ekki er laust við að í um-
ræðunni séu menn ráðalitlir gagnvart
því hvernig best verði að slíku staðið.
Baldvin segir að fyrst og fremst þurfi
íslendingar að láta af þeim sið að bíða
alltaf eftir því að aðrir komi til að setja
þeim leikreglur.
REVTINGUR
Miklu landað af Rússafiski í Noregi í sumar
Spár um að rússneskir togarar myndu landa minna af þorski og ýsu úr
Barentshafi í norskum höfnum á þessu ári hafa ekki gengið eftir. Fyrstu mánuði
ársins voru landanir Rússa í Noregi þó heldur minni en á sama tima í fyrra.
Hins vegar má segja að sprenging hafi orðið nú í sumar og norsk bolfiskvinnsla
verið keyrð á rússnesku hráefni. í byrjun apríl höfðu Rússar landað alls 22.500
tonnum eða 6.500 tonnum minna en á sama tíma í fyrra hjá Norges Fsikerlag.
En með auknum afla úr Barentshafi í vor og í surnar hefur löndunum fjölgað gíf-
urlega þrátt fyrir yfirlýsta stefnu rússnesku fiskveiðinefndarinnar um að stærri
hluti aflans skuli landað í heimahöfnum. í júní og júlí í fyrra lönduðu rússnesk
skip 18.000 tonnum af fiski en til samanburðar lönduðu þau nú 20.000 tonnum í
júnímánuði einurn. Um mánaðamótin ágúst-september höfðu Rússar landað alls
um 118.000 tonnum í Noregi en það er 18.000 tonnum meira en á sama tíma í
fyrra.
„Það er kominn tími til að við setj-
um okkar eigin reglur, byggjum okkar
vottun upp á þeim grunni sem við
höfum sjálfir byggt. í sjávarútvegi höf-
um við kvótakerfi sem mikil umræða
er um og snýst því miður aðallega um
auðlindaskatt. En þetta er umhverfis-
kvótakerfi sem á að koma í veg fyrir að
gengið sé svo nærri stofnum að þeir
verði í útrýmingarhættu. Og ég vek at-
hygli á að nú þegar þetta kerfi hefur
verið í gildi hér um alllangt skeið eru í
fyrsta skipti á þessu ári að koma fram
raddir frá sjómönnum sjálfum um að
loka beri svæðum vegna þess að geng-
ið sé of nærri stofnum. Dæmi um
þetta er humarstofninn við Suðurland.
Við erum líka með lög og reglur um
fiskveiðar sem eru þau ströngustu sem
þekkjast í sjávarútvegi í heiminum.
Við búum við strangar reglur um
möskvastærðir, veiðarnar sjálfar, um-
gengni um borð í skipum, frágang á
fiski og svo framvegis. Þetta segja sam-
tök eins og Unilever og World Wild
life líka og búa til eitthvert vottunar-
kerfi sem er ekkert annað en viðskipta-
leikur fyrir þessara aðila. Það væri frá-
leitt fyrir okkur að taka þátt í slíku
heldur eigum við að taka þessa aðila á
orðinu og votta okkar fisk sem fram-
leiðslu byggða á fyrirmyndarkerfi við
veiðar og vinnslu. Við þurfum ekki
annað en verja það kerfi sem við höf-
um sjálf sett okkur og ætli menn að
mótmæla þessari vottun þá þurfa þeir
hinir sömu að koma fram með rök
sem sýna fram á að okkar kerfi sé ekki
í lagi," segir Baldvin.
-Þú segir með þessu að við eigum
sjálfir að byggja upp okkar vottunar-
kerfi fyrir sjávarútveginn?
„Já, að sjálfsögðu. Við höfum þá
sérstöðu að 82% gjaldeyristeknanna
koma úr sjávarútvegi og við teljum
okkur standa vel að greininni í dag.
Við stóðum okkur ekki að sama skapi
vel fyrir 20 árum en hægt og bítandi
erum við að ná tökum á því sem við
erum að gera og byggja upp betra sjáv-
arútvegskerfi. Með þetta í farteskinu
64 MGilU