Ægir - 01.04.1998, Page 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI
„Tel nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á að skapa sjávarútveginum betri ímynd út á
við," segir Pétur Bjamason. Mynd: ióh
efni sem varða sjávarútveginn í heild
sem er óeðlilegt og ótraustvekjandi að
ein hagsmunasamtök vinni. Það eru
þessi verkefni sem ég vonast til að góð
samstaða náist um að Fiskifélag ís-
lands annist eftirleiðis. Þarna nefni ég
sérstaklega umhverfismálin enda er
enginn efi á að baráttan fyrir því að fá
að nýta auðlindir sjávar mun vaxa
jöfnum skrefum á næstu árum. Það
verður að beita meiri þekkingu til að
koma á framfæri sjónarmiðum og rök-
um fyrir því að við getum nýtt auð-
lindirnar í sjónum í framtíðinni. Ég
hef líka nefnt menntamálin í þessu
sambandi en það er vaxandi umræða
um að sjávarútvegurinn taki meiri
beinan þátt í umsjón með skólum
sjávarútvegsins og þar er Fiskifélagið
réttur vettvangur. Við erum líka að
tala um vinnu við að skapa sjávarút-
veginum góða ímynd út á við sem ég
tel að nauðsynlegt sé að leggja meiri
áherslu á. Sannast sagna held ég að
þessar breytingar sem er verið að gera
komi til með að auka skilning í grein-
inni á því að nauðsynlegt er að verja
sameiginlega meiri fjármunum til að
tryggja stöðu íslenskra sjávarafurða og
tryggja að við fáum að stunda veiðar
og vinnslu á þann hátt sem við ger-
um," segir Pétur og bætir við að al-
mennt sé ímynd íslensks sjávarútvegs
erlendis góð, þ.e.a.s. að svo miklu leyti
sem hún sé þekkt.
„Þó svo að við séum lítil þjóð þá
verðum við að átta okkur á að ef talað
er um verslun með fiskafurðir milli
landa þá erum við íslendingar mjög
stórir og mun meira áberandi í sjávar-
útvegsverslun erlendis en fólk áttar sig
almennt á. Hitt er annað að við erum
ekki mjög þekktir meðal almennra
neytenda. En þrátt fyrir að við höfum
góða ímynd á erlendum vettvangi al-
mennt þá má alltaf bæta um betur."
Nauðsynlegt að verja sameigin-
lega fjármunum til ímyndar-
starfsins
Pétur viðurkennir að í starfi nefndar-
innar sem vann að breytingartillögum
fyrir Fiskifélagið hafi verið horft að
nokkru til Noregs enda hafi Norð-
menn um margt náð góðum árangri
með því að norskir aðilar hafi tekið
höndum saman um ímyndaruppbygg-
ingu fyrir sjávarútveg þar í landi og
norskar fiskafurðir. Pétur bendir á að í
allri vinnu í þessa áttina sé horft til
langtímamarkmiða.
„Hér hjá Félagi rækju- og hörpu-
diskframleiðenda höfum við til að
mynda reynslu af verkefni í Þýska-
landi þar sem við höfum verið að
skapa kaldsjávarrækju betri ímynd og
stöðu á markaðnum, höfum haft sam-
-------------------AGIR 11