Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1998, Blaðsíða 12
starf um þetta verkefni við norræna útflytjendur og rækjuframleiðendur og raunin er sú að með markvissri vinnu hefur náðst góður árangur, sér- staklega miðað við þann kostnað sem lagt hefur verið í. Þetta er reynsla sem hægt er að vísa í og ég er ekki í nokkrum vafa um að fylgið við að verja fjármunum í sameiginlega þágu innan íslensks sjávarútvegs á eftir að aukast á næstu misserum." Stórt skref að fela hagmunaaðilum félagið Breytingarnar sem framundan eru hjá Fiskifélagi íslands þarf að ráðast í af krafti, að mati Péturs, og hann segist vænta þess að jafnt og þétt aukist skilningurinn á mikilvægi þess vett- vangs sem Fiskifélagið verði. „Ég hef fulla trú á því að hags- munaaðilarnir sem nú standa Fiskifé- laginu næst verði fljótir að átta sig á þeim möguleikum sem breytt Fiskifé- lag getur skapað. Við erum að stíga stórt skref og auðvitað er það mikið tilfinningamál þegar fiskifélagsdeild- irnar, sem hingað til hafa ráðið félag- inu, samþykkja að gera þessar breyt- ingar og færa félagið yfir á hendur hagsmunasamtakanna. Miðað við hversu stórar ákvarðanir eru þarna á ferðinni þá verð ég að segja að fram- gangur málsins hafi verið betri en ég átti upphaflega von á. Viðtökurnar sem við fengum voru af tvennum toga, annars vegar þeir sem töldu breytingarnar skila betra Fiskifélagi og svo hinir sem sáu eftir gamla fyrirkomulaginu og hefðu viljað halda því áfram en töldu ekki aðra kosti í stöðunni en þann sem var val- inn. Þessir aðilar fengu allir ágætan tíma til að fara yfir tillögurnar og eftir slíka umhugsun og kynningu voru all- ar greinar tillagnanna, utan ein, sam- þykktar samhljóða á Fiskiþingi. Sú eina sem ekki fékk einróma samþykki var grein sem fjallar um að fiskideild- irnar geti starfað áfram. Við sem stóð- um að tillögunum töldum hins vegar mikilsvert að halda þessum möguleika inni áfram, enda ekkert sem útilokar að fiskideildir geti eflst einhvern tím- ann á nýjan leik. Fiskifélag íslands er gamalt félag og hefur oft gengið í gegnum breytingaskeið á ævinni þannig að í framtíðinni kann að verða tekið upp svipað form á félaginu og verið hefur á undanförnum árum, þó svo að ákvörðun sé nú tekin um að hagsmunaaðilar standi félaginu næst. Það sem við erum að reyna að skapa, og ég tel forsendu þess að Fiski- félagið geti starfað sem vettvangur allra, er að við séum með Fiskiþing og áherslur í starfsemi félagsins í eðlilegu jafnvægi við þær greinar sem mynda íslenskan sjávarútveg. Ég held að okk- ur hafi tekist að uppfylla þær kröfur miðað við núverandi aðstæður en síð- an verða menn líka að vera fljótir að aðlaga félagið breytingum í sjávarút- veginum. En breytingar mega ekki verða breytinganna vegna heldur verður líka að gæta ákveðinnar íhalds- semi," segir Pétur. TÆKNIBÚNAÐUR RAFMOTORAR Stærðir: 0,18-900 kW HRAÐASTÝRINGAR AFLROFAR Gerð: SACE Stærðir: 125 til 2500 A (In) Nýjung: ACS-140 Litlar stýringar Stærðir: 0,37 - 2,2 kW Breidd: 8cm Festist beint á DIN-skinnu A IIII nwn Nánari upplýsingar í síma 5 200 800 og á vefnum: www.ronning.is & www.abb.com Æ JOHAN RÖNNING 12 Mcm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.