Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1998, Side 24

Ægir - 01.04.1998, Side 24
Tafla 2. Magn og hlutfall þorskafla í net sem fæst á Breiðafirði í janúar - maí 1991 -1997 Ár ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 Heildar- vertíðarafli (tonn).............55.803 53.114 48.032 33.475 20.676 27.836 34.951 Vertíðarafli í Breiðafirði (tonn)............10.789 8.980 10.074 6.971 2.532 1.757 3.887 Hlutfall vertiðarafla tekið í Breiðafirði...............19,3 16,9 21 20,8 12,2 6,3 11,1 þessu svæði eru Bjarneyjar og Odd- bjarnarsker. Frá Bjarneyjum voru gerð- ir út um 50 bátar um 1703. Á Odd- bjarnarskeri voru 29 verbúðir árið 1799 og meira en 30 bátar gerðir út þaðan. Þetta var þrátt fyrir að flatar- mál Oddbjarnarskers sé varla meira en hálfur fótboltavöllur, það nái hæst 8 m yfir sjávarmál og hvergi sé þar skjól að fá (Lúðvík Kristjánsson, 1982, ís- lenskir Sjávarhættir II) svo að eftir ein- hverju hefur verið að slægjast. Afli á netaveiðisvæðum samkvæmt veiðidagbókum og hrygningarsvæði Veiðidagbækur sjómanna, sem safnað er af Hafrannsóknastofnuninni, gefa mikilvægar upplýsingar um útbreiðslu netaveiðanna eftir 1990. Á tímabilinu frá 1991 til 1997 hefur hlutdeild Breiðafjarðar í netaafla landsmanna verið nokkuð breytileg eða frá 6 til 21% (tafla 2). Árin 1966 og 1967 var um 17% af þorskafla á svæðinu Vestmannaeyjar - Breiðafjörður landað við norðanvert Snæfellsnes (tafla 1). Það er svipað hlutfall og árin 1991 - 1994. Minnk- andi hlutdeild Breiðafjarðar eftir 1994 tengist e.t.v. því að talsvert fæst af smáþorski í vertíðarafla á Breiðafirði en undanfarin ár hefur sókn netabáta í æ ríkari mæli beinst að mjög stórum þorski. Aðrir þættir sem geta haft áhrif eru kvótastaða byggðarlaga og notkun annara veiðarfæra. 24 MSHU ------------------------ Mynd 1 sýnir netaveiðisvæði eins og þau voru 1991 til 1997 og drag- nótaveiðisvæðin 1996. Myndin er byggð á gögnum úr veiðiskýrslum og sýnir meðaltal áranna 1991 - 1997. Breiðafjörður er hér afmarkaður með punktalínu frá Bjargtöngum í Snæ- fellsnes. Breið lína í miðjum Breiða- firði sýnir verndunarsvæðið í innan- verðum firðinum. Töluvert af vertíðar- afla í Breiðafirði fyrir 1968 er talið koma af svæðum innan þessarar línu. Talsvert af þorski er einnig veitt í Breiðafirðinum með öðrum veiðafær- um einkum í dragnót, eins og mynd 1 sýnir. Árið 1996 voru t.d. veidd um 5600 tonn af þorski í dragnót í Breiða- firði en þorskveiðar í dragnót hafa ver- ið að aukast undanfarin ár. Svokallað Netarall (Stofnmat hrygn- ingarþorsks með netum) hófst árið 1996. Stöðvar í Netaralli eru dreifðar um hefðbundin netaveiðisvæði í Breiðafirðinum (mynd 2). í þessum 1996 1997 Mynd 2. Afli í netaralli í apríl 1996 og 1997. Tonn í 12 neta trossu (jafi: mikið afnet- um með 6-9%omöskvum).

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.