Ægir - 01.04.1998, Page 18
REVTINGUR
Marel með
140 milljóna hagnað
Marel hf. skilaði 140 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári en óhætt
er að segja að árið hafi verið við-
burðaríkt í sögu fyrirtækisins því
keypt voru öll hlutabréf í danska
fyrirtækinu Carnitech og velta sam-
stæðunnar þar með tvöfölduð.
Áætlað hafði verið að móðurfé-
lagið hefði hærri rekstrartekjur á
árinu en raun bar vitni. Sala jókst
innanlands en framlegð af vöru-
sölunni varð lægri en árið á undan.
Áætlanir Marels hf. gera ráð fyrir
áframhaldandi rekstrarhagnaði á
þessu ári en áfram verða Marel og
Carnitech rekin sem sjálfstæðar ein-
ingar.
Mikill undirbúningur
fyrir EXPO ‘98
í lok næsta mánaðar hefst heims-
sýningin EXPO ‘98 í Lissabon í
Portúgal og hefur yfirskriftina „Haf-
ið, arfleifð til framtíðar". Óhætt er
að fullyrða að fá jafn dýrmæt tæki-
færi hafa gefist íslendingum til að
beina kastljósi umheimsins að ís-
lenskum sjávarútvegi.
Áætlanir gera ráð fyrir um 15
milljónum gesta á sýninguna og að
Portúgalar og Spánverjar verði
meirihluti gesta en einnig komi hátt
í þriðjungur annars staðar að.
Bás íslendinga verður um 650
fermetrar að stærð en auk þess verð-
ur sérstakur þjóðardagur íslendinga
þann 27. júní.
Athyglisvert rit
um fiskveiðar
við Kanada
/ fáum löndum við norðanvert Atl-
antshafmun atvinnulífi á 19. og
20. öld hafa svipað jafn mikið til þess
sem gerðist hér á landi og á Ný-
fundnalandi og Nýja-Skotlandi (Nova
Scotia). Sjávanítvegur var undirstöðu-
atvinnuvegur, saltfiskur iengi vel mik-
ilvœgasta útflutningsvaran og hrun
saltfiskmarkaðanna á kreppuárunum
olli miklu um það að Nýfundnalend-
ingar misstu sjálfstœði sitt og landið
varð hluti afKanada árið 1949.
Saga fiskveiða við Nýfundnaland
nær vitaskuld miklu lengra aftur en til
19. aldar. Fornleifar hafa fundist, sem
vitna um veiðar frumbyggjanna fyrir
u.þ.b. tíu þúsund árum, og á næst-
liðnu sumri voru fimm hundruð ár frá
því sæfarinn John Cabot sigldi til Ný-
fundnalands. í skýrslu um ferð hans
sagði, að við strendur landsins væri
fiskgengd svo mikil, að Englendingar
þyrftu ekki framar á veiðum við ísland
að halda. Sú spá rættist að vísu ekki,
en í kjölfar Cabots hófu Evrópumenn
miklar fiskveiðar við Nýfundnaland og
hafa miðin þar reynst evrópskum út-
vegs- og sjómönnum gullkista allt
fram á okkar daga, þótt nokkuð hafi
dregið úr sókninni þangað vestur á
allra síðustu árum.
Bókin, sem hér er frá sagt, hefur að
geyma átján ritgerðir um sögu fisk-
veiða við strendur Nýfundnalands,
Nýja-Skotlands og Labrador. Höfundar
eru sagnfræðingar, fornleifafræðingar,
mannfræðingar, þjóðfræðingar og
sjávarlíffræðingar og fjalla þeir urn
flest svið í sögu sjávarútvegsins, jafnt
Nýjar bækur
um sjávarútveg
James E. Candow og Carol Corbin (ritstj.):
How Deep is the Ocean?
Historical Essays on Canada's Atlantic
Fishery.
University College of Cape Breton
Press 1997. 288 bls.
veiðamar sjálfar sem líf og starf sjó-
manna og Iandverkafólks, fiskveiðar
og -verkun og um lífríki hafsins og
veiðistjórn og viðkomu fiskstofna.
Fyrstu átta ritgerðirnar fjalla um
veiðar á þessum slóðum fyrir síðustu
aldamót og eru þær flestar um veiðar
Evrópumanna. í síðari hlutanum eru
níu ritgerðir um sjávarútveg Ný-
fundnalendinga á þessari öld og ein að
auki um veiðar útlendinga þar vestra
eftir aldamótin 1900. í þessum hluta
er fjallað ýtarlega um sjávarútveginn í
heild og ekki síður dvalist við störf
fólks í landi en á sjó.
Þetta er einkar athyglisverð og fróð-
leg bók og ætti að vera kærkominn öll-
um áhugamönnum um fiskveiðisögu
og sögu þessara grannlanda okkar. Rit-
stjórunum hefur farist verk sitt einkar
vel úr hendi og þótt hér sé um rit-
gerðasafn að ræða, veitir bókin góða
yfirsýn yfir sögu fiskveiða við Ný-
fundnaland og Nýja-Skotland frá því
um 1500 og fram til okkar daga.
- Jón Þ. Þór.
i8 mm